Real Madríd og Barcelona lið ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 20:49 Toni Kroos endaði feril sinn með Real Madríd með því að lyfta Meistaradeildarbikarnum. Justin Setterfield/Getty Images Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti. Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
Fótbolti Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira