„Það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 06:48 Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Árnason. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna Ragnar Þór Ingólfsson fyrir að ætla að sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann verður oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Í færslu á Facebook bendir þingmaðurinn á að Ragnar hafi sjálfur sagt á dögunum að hugmyndir um þátttöku stjórnmálamanna í kjarasamningum væru fráleitar og myndu aldrei ganga upp. Vilhjálmur er þarna að vísa í viðbrögð Ragnars við ummælum sem Vilhjálmur lét falla í hádegisfréttum Bylgjunnar í tengslum við frumvarp um afnám stimpilgjalda, þar sem hann sagði að ekki hefði verð lögð áhersla á afnám gjaldanna við samningaborðið. Þingmenn hefðu því miður ekki sæti við borðið þrátt fyrir að kjarasamningar hefðu mikil áhrif á störf þingsins. Ragnar Þór brást við með því að segjast ánægður með tillögur um afnmám stimpilgjalda en blés á aðkomu þingsins að samningaborðinu. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ sagði hann. Í Facebook-færslu sinni segir Vilhjálmur það skjóta nokkuð skökku við að Ragnar hyggist nú bæði sækjast eftir þingsæti og sinna áfram störfum sem formaður VR á sama tíma. „Það virðist ekki það sama eiga við um hann sjálfan og aðra, enda tilkynnti hann í gær að hann hygðist bjóða sig fram til þings og það hefði ekki áhrif á störf hans hjá VR á meðan. Sannarlega, það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón.“ Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Í færslu á Facebook bendir þingmaðurinn á að Ragnar hafi sjálfur sagt á dögunum að hugmyndir um þátttöku stjórnmálamanna í kjarasamningum væru fráleitar og myndu aldrei ganga upp. Vilhjálmur er þarna að vísa í viðbrögð Ragnars við ummælum sem Vilhjálmur lét falla í hádegisfréttum Bylgjunnar í tengslum við frumvarp um afnám stimpilgjalda, þar sem hann sagði að ekki hefði verð lögð áhersla á afnám gjaldanna við samningaborðið. Þingmenn hefðu því miður ekki sæti við borðið þrátt fyrir að kjarasamningar hefðu mikil áhrif á störf þingsins. Ragnar Þór brást við með því að segjast ánægður með tillögur um afnmám stimpilgjalda en blés á aðkomu þingsins að samningaborðinu. „Hugmynd um að þingmenn komi með beinum hætti að kjarasamningum er auðvitað fráleit hugmynd og myndi aldrei ganga upp. Við værum örugglega ekki búin að gera kjarasamning síðustu tíu árin ef svo væri,“ sagði hann. Í Facebook-færslu sinni segir Vilhjálmur það skjóta nokkuð skökku við að Ragnar hyggist nú bæði sækjast eftir þingsæti og sinna áfram störfum sem formaður VR á sama tíma. „Það virðist ekki það sama eiga við um hann sjálfan og aðra, enda tilkynnti hann í gær að hann hygðist bjóða sig fram til þings og það hefði ekki áhrif á störf hans hjá VR á meðan. Sannarlega, það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón.“
Kjaramál Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira