Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 22:46 William Saliba sá rautt gegn Bournemouth. Steven Paston/Getty Images Dermot Gallagher dæmdi á sínum fjöldann allan af leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Í dag er hann dómarasérfræðingur Sky Sports og fer þar yfir stærstu ákvarðanir hverrar umferðar fyrir sig. Það var af nægu að taka um liðna helgi. Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Stærstu ákvarðanir helgarinnar komu mögulega í leik Wolves, sem hefur ekki unnið leik til þessa, og Englandsmeistara Manchester City. Í uppbótartíma skoraði John Stones það sem reyndist sigurmarkið en markið var upphaflega dæmt af þar sem Bernardo Silva var talinn hafa verið rangstæður. Eftir að markið var skoðað betur ákvað dómarateymi leiksins að Silva hefði ekki áhrif á José Sá, markvörð Úlfanna, og því stóð markið. „Ég tel það ljóst að þetta er mark. Silva getur ekki verið rangstæður í horni og þegar Stones skallar boltann þá færir hann sig frá Sá. Af því hann færir sig frá þá getur hann ekki verið rangstæður.“ Þessi endaði í netinu.Jack Thomas/Getty Images Eftir leikinn sagði Gary O‘Neil að stærstu lið deildarinnar fengu ákvarðanir sem þessar frekar dæmdar sér í hag heldur en ekki. Dermot sagði það ekki alltaf rétt og benti á að leikmaður Arsenal var sendur af velli gegn Bournemouth. Í leik Liverpool og Chelsea átti sér stað svipað atvik og í leik Arsenal. Þar fékk Tosin hins vegar eingöngu gult spjald fyrir að toga Diogo Jota niður sem virtist vera sloppinn einn í gegn. William Saliba, miðvörður Arsenal, fékk hins vegar rautt spjald fyrir svipað brot degi áður. „Hér eru nokkrir hlutir. Jota er ekki með vald á knettinum, boltinn er að fara í átt að hornfánanum (en ekki markinu) og það er svo langt í markið að Levi Colwill hefði átt góða möguleika á að ná Jota.“ Hvað varðar leik Arsenal gegn Bornemouth og rauða spjaldið á Saliba: „Þetta eru aðrar aðstæður. Boltinn er að fara í gegnum miðjan völlinn, Ben White er langt frá Evanilson sem er líklegastur til að ná boltanum og þá heldur David Raya, markvörður, sig til baka.“ Þá sagði Dermot jafnframt að Raya hefði ekki átt að fá rautt spjald þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik þar sem hann var að reyna við boltann. Aftur að leik Chelsea og Liverpool en þar var dæmd vítaspyrna þegar Robert Sánchez, markvörður Chelsea, virtist hafa brotið á Curtis Jones. Eftir að atvikið var skoðað nánar komst dómarateymið að því að ekki væri um brot að ræða. „Fyrir mér er rétt hjá VAR að grípa þarna inn í. Maður sér að Sánchez nær boltanum fyrst og Jones hleypur síðan inn í hann. Þetta var alltaf að fara vera árekstur en ekki vítaspyrna.“ Þá sagði Dermot það rétt hjá dómara leiksins að dæma ekki vítaspyrnu þegar Jadon Sancho féll til jarðar eftir samskipti sín við Trent Alexander-Arnold.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira