„Stjórnmálaferill minn var víst stuttur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 19:08 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Jasmina Vajzović Crnac, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sem sóttist eftir oddvitasæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi segir að sér hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd. Höfnunin hafi byggst á fjölbreytileikasjónarmiði. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“ Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“
Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira