Hættir að elska Jürgen Klopp: „Hefur þú gleymt öllu?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 11:02 Jürgen Klopp sést hér stýra Liverpool liðinu í síðasta sinn í leik á móti Wolverhampton Wanderers á Anfield í maí síðastliðnum. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp var elskaður og dáður hjá liðunum sínum í Þýskalandi eftir að hafa gert frábæra hluti með bæði Borussia Dortmund og Mainz á sínum tíma. Sú ást hefur dofnað mikið eftir að hann réði sig í starf hjá Red Bull. Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Þýski boltinn Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Ricky Hatton dáinn Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Þýski boltinn Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Ricky Hatton dáinn Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira