Mörkin létu þó aðeins bíða eftir sér en Harry Kane skoraði fyrsta mark leiksins á 57. mínútu. Hann bætti svo við öðru strax á 60. og fullkomnaði þrennuna á 80. Þetta var sjötta þrenna Kane í þýsku deildinni en á öllum þeim árum sem hann spilaði í ensku deildinni skoraði hann alls átta þrennur.
Bayern er á toppi þýsku deildarinnar ásamt Leipzig, en bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum og gert tvö jafntefli.
Þá er Kane næst markahæstur í deildinni með átta mörk, einu marki minna en Omar Marmoush, leikmaður Eintracht Frankfurt.