Fótbolti

Ísak reiddist dómaranum og lagði þá bara upp mark í staðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf hðfðu ástæðu til að fagna í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf hðfðu ástæðu til að fagna í dag. Getty/Daniel Löb

Ísak Bergmann Jóhannesson félagar í Düsseldorf eru áfram í toppsæti þýsku b-deildarinnar eftir 3-0 útisigur á Regensburg í dag.

Íslenski miðjumaðurinn var að venju í byrjunarliðinu og lagði upp fyrsta mark liðsins.

Düsseldorf hefur unnið sex af níu leikum og aðeins tapað einu sinni. Það skilar liðinu, eins og er, fjögurra stiga forskoti á toppnum. Með sama áframhaldi er liðið á leiðinni upp í þýsku bundesliguna í vor.

Ísak Bergmann fékk gula spjaldið fyrir að rífa kjaft við dómarann á 43. mínútu.

Ísak notaði pirringinn út í dómarann hins vegar á réttan hátt því hann var búinn að leggja upp mark mínútu síðar.

Ísak tók þá frábæra hornspyrnu beint á kollinn á Tim Oberdorf sem skoraði með skalla.

Düsseldorf innsiglaði síðan sigurinn með marki frá Dawid Kownacki níu mínútum fyrir leikslok.

Ísak var tekinn af velli fimm mínútum fyrir leikslok.

Vincent Vermeij skoraði þriðja markið úr vítaspyrni á lokamínútu leiksins.

Düsseldorf endaði leikinn ellefu á móti níu mönnum eftir tvö rauð spjöld hjá leikmönnum Regensburg undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×