Viðstaddir í Strassbourg fengu smjörþefinn af pólitískri ólgu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2024 11:59 Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins fer fram í Strassbourg þessa dagana. Mesut Dogan/Getty Stuðla ætti að frekari sameiningu íslenskra sveitarfélaga, veita Reykjavík sérstaka stöðu sem höfuðborg og bæta samskipti sveitarfélaga og ríkis, samkvæmt niðurstöðum nýrrar úttektar Evrópuráðsins. Til stóð að innviðaráðherra ávarpaði sveitarstjórnarþing ráðsins í Strassbourg morgun en viðstaddir fengu í staðinn smjörþefinn af þeirri óvissu sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“ Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Niðurstöður úttektar fulltrúa Evrópuráðsins á stöðu sveitarfélaga á Íslandi voru kynntar á sveitarstjórnarþinginu í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er einn futllrúa Íslands á þinginu úti í Strassbourg. Hún segir niðurstöðurnar að miklu leyti jákvæðar en þó sé hnýtt í ýmislegt. „En það helsta sem er gagnrýnt er samtal við ríkið, óljós verkaskipting að verkefni séu ekki fjármögnuð og að jöfnunarkerfið milli sveitarfélaga sé óskýrt,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Hlupu í skarð Svandísar Einnig er lagt til að Reykjavík fái sérstaka stöðu sem höfuðborg, sem og að stuðlað verði að frekari sameiningum sveitarfélaga. „Og eru að vara okkur við samvinnuformum sveitarfélaga, byggðasamlögum og slíkt, þar sé óskýr ábyrgð og ekki nógu skýrt hverja kjósendur eru að kjósa í sveitarstjórn, hvaða hvaða ákvarðanir akkúrat þeir taka. Núna eru þessar ráðleggingar komnar til okkar og okkur ber að vinna að þeim og tryggja þeim framgang. Og við munum gera það, með nýjum ráðherra, þegar verður ljóst hver það verður,“ segir Heiða. Svandís Svavarsdóttir, sem var innviðaráðherra þangað til í morgun, átti að ávarpa sveitarstjórnarþingið í Strassbourg í dag en forseti þingsins upplýsti viðstadda um að hún tæki ekki til máls; hann hafi verið með allar upplýsingar um þá óvissu sem nú ríki í íslenskum stjórnmálum, að sögn Heiðu. „Þannig að við tókum til máls öll sem vorum hér fyrir hönd Íslands í staðinn og reyndum að fylla upp í hennar gat. En auðvitað hefði verið gott að fá svör ríkisins við þessum ábendingum því þær snúa flestar að ríkinu og úrbætur á samskiptum sveitarfélaga og ríkis.“
Sveitarstjórnarmál Frakkland Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Ráðherrar af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
Funda um lausu ráðuneytin og boðað til ríkisstjórnarfundar Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan fjögur í dag. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn klukkan eitt þar sem væntanlega verður tilkynnt hverjir taka við ráðuneytum Vinstri grænna. 16. október 2024 10:36