Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2024 07:44 Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir. Steingrímur Árnason Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira