Martha Lilja verður framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 11:11 Martha Lilja Olsen hefur verið skipuð framkvæmdastjóri Janfréttisstofu. Stjórnarráðið Martha Lilja Olsen hefur verið skipuð framkvæmdastjóri Janfréttisstofu. Það er Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra sem skipar Mörthu í embættið en alls sóttu sex um embættið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að niðurstaða ráðherra um skipun Mörtu byggi á heildarmati en bakgrunnur Mörthu falli best að starfslýsingu og hún því metin hæfust í starfið. „Martha Lilja Olsen lauk B.A.-prófi í sagnfræði með íslensku sem aukagrein árið 2003 og M.A.-prófi í hagnýtum hagvísindum árið 2006. Martha Lilja lauk diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2009 og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2019 við sama skóla,” segir í tilkyningunni. Þá hefur Martha Lilja starfað sem skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri frá árinu 2015 en þar á undan var hún deildarstjóri rekstrardeildar Skattstofu Vestfjarðaumdæmis árin 1999 til 2005, kennslustjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða á árunum 2006 til 2011 og þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins frá 2011 til 2015. „Þá hefur Martha Lilja reynslu af rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu og fjárhagsáætlanagerð, auk þess sem hún hefur komið að stórum verkefnum á sviði stefnumótunar. Þá hefur Martha Lilja öðlast þekkingu og reynslu á sviði jafnréttismála með vinnu við heildarendurskoðun á jafnréttisáætlun og innleiðingu jafnlaunastaðalsins við Háskólann á Akureyri, auk þess sem hún stýrði innri úttekt jafnlaunakerfis skólans fyrstu árin,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hlutverk Jafnréttisstofu er að annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, að því er segir um hlutverk stofnunarinnar á heimasíðu Janfréttisstofu. Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem birtist á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að niðurstaða ráðherra um skipun Mörtu byggi á heildarmati en bakgrunnur Mörthu falli best að starfslýsingu og hún því metin hæfust í starfið. „Martha Lilja Olsen lauk B.A.-prófi í sagnfræði með íslensku sem aukagrein árið 2003 og M.A.-prófi í hagnýtum hagvísindum árið 2006. Martha Lilja lauk diplómu á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands árið 2009 og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu árið 2019 við sama skóla,” segir í tilkyningunni. Þá hefur Martha Lilja starfað sem skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri frá árinu 2015 en þar á undan var hún deildarstjóri rekstrardeildar Skattstofu Vestfjarðaumdæmis árin 1999 til 2005, kennslustjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða á árunum 2006 til 2011 og þýðandi hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins frá 2011 til 2015. „Þá hefur Martha Lilja reynslu af rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu og fjárhagsáætlanagerð, auk þess sem hún hefur komið að stórum verkefnum á sviði stefnumótunar. Þá hefur Martha Lilja öðlast þekkingu og reynslu á sviði jafnréttismála með vinnu við heildarendurskoðun á jafnréttisáætlun og innleiðingu jafnlaunastaðalsins við Háskólann á Akureyri, auk þess sem hún stýrði innri úttekt jafnlaunakerfis skólans fyrstu árin,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hlutverk Jafnréttisstofu er að annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, að því er segir um hlutverk stofnunarinnar á heimasíðu Janfréttisstofu.
Stjórnsýsla Jafnréttismál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent