Blönduð leið líkleg hjá Viðreisn og barátta um oddvitasætin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 15:01 Þingmenn Viðreisnar Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson. Hulda Margrét/Vísir Viðreisnarfólk mun taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á framboðslista á allra næstu dögum. Ekki er ólíklegt að ólíkar leiðir verði farnar við val á lista eftir kjördæmum, prófkjör í sumum og uppstilling í öðrum, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Vænta má að einhver barátta verði um efstu sæti á listum flokksins. „Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira