„Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2024 12:06 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stöð 2/Sigurjón Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur. Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur.
Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira