Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2024 10:31 Leikmenn Grikklands tileinkuðu George Baldock sigurinn á Englandi. Eftir leikinn á Wembley stilltu þeir sér upp með treyju hans. getty/Crystal Pix Leikmenn gríska fótboltalandsliðsins vildu ekki spila leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni vegna fráfalls Georges Baldock. Hann fannst látinn á heimili sínu í Aþenu á miðvikudaginn, aðeins 31 árs. Baldock lék tólf leiki fyrir gríska landsliðið en hann gat spilað með því þar sem amma hans var frá landinu. Hann var síðast í landsliðinu í umspilsleiknum gegn Georgíu í mars. Fráfall Baldocks fékk eðlilega mikið á leikmenn gríska liðsins og þeir voru ekkert áfjáðir í að spila leikinn á Wembley í gær. En þeir gerðu það og unnu frækinn sigur, 1-2. Vangelis Pavlidis skoraði sigurmark Grikklands í uppbótartíma. „Reglur eru reglur og UEFA hefur ekki annað tækifæri til að láta leikinn fara fram svo við spiluðum,“ sagði miðjumaðurinn Dimitrios Pelkas. „Við tileinkum George sigurinn. Þegar svona lagað gerist er fótboltinn í öðru sæti. Það mikilvægasta er að vinur okkar féll frá. Við gleymum honum aldrei. Ég var viss um að hann var með okkur þarna uppi og fagnaði sigrinum og hvatti okkur áfram. En ég vil ekki tala um fótbolta. Gærdagurinn [miðvikudagurinn] var mjög erfiður fyrir okkur. Við gátum ekki talað, hlegið eða borðað á hótelinu. Þetta var virkilega erfiður dagur.“ Grikkir hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. 11. október 2024 09:03 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Baldock lék tólf leiki fyrir gríska landsliðið en hann gat spilað með því þar sem amma hans var frá landinu. Hann var síðast í landsliðinu í umspilsleiknum gegn Georgíu í mars. Fráfall Baldocks fékk eðlilega mikið á leikmenn gríska liðsins og þeir voru ekkert áfjáðir í að spila leikinn á Wembley í gær. En þeir gerðu það og unnu frækinn sigur, 1-2. Vangelis Pavlidis skoraði sigurmark Grikklands í uppbótartíma. „Reglur eru reglur og UEFA hefur ekki annað tækifæri til að láta leikinn fara fram svo við spiluðum,“ sagði miðjumaðurinn Dimitrios Pelkas. „Við tileinkum George sigurinn. Þegar svona lagað gerist er fótboltinn í öðru sæti. Það mikilvægasta er að vinur okkar féll frá. Við gleymum honum aldrei. Ég var viss um að hann var með okkur þarna uppi og fagnaði sigrinum og hvatti okkur áfram. En ég vil ekki tala um fótbolta. Gærdagurinn [miðvikudagurinn] var mjög erfiður fyrir okkur. Við gátum ekki talað, hlegið eða borðað á hótelinu. Þetta var virkilega erfiður dagur.“ Grikkir hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. 11. október 2024 09:03 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. 11. október 2024 09:03