Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2024 12:02 Theódór Gíslason, tæknistjóri Syndis, vill að samfélagið fari í auknum mæli að líta á öryggisveikleika sem styrkleika og til forvarna. Valgarður Gíslason Stofnandi Defend Iceland vill knýja fram viðhorfsbreytingu um öryggisveikleika. Hann fullyrðir að þeir séu jákvæðir ef þeir eru meðhöndlaðir á ábyrgan hátt; tilkynntir og birtir í forvarnaskyni. Sumum finnist óþægilegt að sýna veikleikamerki en ef veikleikinn er meðhöndlaður sé það ekkert annað en styrkleikamerki. Theódór Gíslason er stofnandi Defend Iceland, netöryggisráðgjafi og tæknistjóri Syndis. Hann er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Fjarskiptastofu um netöryggismál á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Erindið kallast „einum veikleika frá ‚Game over‘“ eða búið spil. Þar færir hann rök fyrir því að öryggisveikleikar séu á vissan hátt jákvæðir. „Öryggisveikleiki sem er misnotaður er náttúrulega mjög alvarlegur og getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar alveg eins og margir hafa séð. Hugmyndin er sem sagt sú að ef öryggisveikleiki finnst á ábyrgan hátt og er tilkynntur á ábyrgan hátt og meðhöndlaður á ábyrgan hátt og birtur á ábyrgan hátt, þá erum við öll ábyrgari sem samfélag. Alveg eins og að við viljum vita hvernig veðrið er, hvort það séu sprungur í jarðskorpunni í jörðinni undir okkur og allt þetta.“ Theódór segir sögur frá Defend Iceland þar sem svokallaðir heiðarlegir hakkarar eru farnir að tilkynna öryggisveikleika og þannig efla öryggismenningu í netheimum. „Birting er það sem á ensku kallast „responsible disclosure“ eða ábyrg birting á veikleikum. Þetta tíðkast erlendis og er yfirleitt álitið traustmerki. Til að byrja með er ég að tala um að vinna með háskólanum og að við nýtum þetta í menntun og hjá tölvunarfræðingum og þeim sem eru í tölvugeiranum svo við megum læra af þessum veikleikum þó að þeir verði ekki misnotaðir. Þetta er hugarfarsbreyting af því að fólki finnst óþægilegt að ræða þessa hluti, að sýna á sér veikleikamerki en öryggisveikleiki sem er meðhöndlaður ábyrgt er ekkert annað en styrkleikamerki.“ Netöryggi Tækni Tengdar fréttir Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Theódór Gíslason er stofnandi Defend Iceland, netöryggisráðgjafi og tæknistjóri Syndis. Hann er einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Fjarskiptastofu um netöryggismál á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Erindið kallast „einum veikleika frá ‚Game over‘“ eða búið spil. Þar færir hann rök fyrir því að öryggisveikleikar séu á vissan hátt jákvæðir. „Öryggisveikleiki sem er misnotaður er náttúrulega mjög alvarlegur og getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar alveg eins og margir hafa séð. Hugmyndin er sem sagt sú að ef öryggisveikleiki finnst á ábyrgan hátt og er tilkynntur á ábyrgan hátt og meðhöndlaður á ábyrgan hátt og birtur á ábyrgan hátt, þá erum við öll ábyrgari sem samfélag. Alveg eins og að við viljum vita hvernig veðrið er, hvort það séu sprungur í jarðskorpunni í jörðinni undir okkur og allt þetta.“ Theódór segir sögur frá Defend Iceland þar sem svokallaðir heiðarlegir hakkarar eru farnir að tilkynna öryggisveikleika og þannig efla öryggismenningu í netheimum. „Birting er það sem á ensku kallast „responsible disclosure“ eða ábyrg birting á veikleikum. Þetta tíðkast erlendis og er yfirleitt álitið traustmerki. Til að byrja með er ég að tala um að vinna með háskólanum og að við nýtum þetta í menntun og hjá tölvunarfræðingum og þeim sem eru í tölvugeiranum svo við megum læra af þessum veikleikum þó að þeir verði ekki misnotaðir. Þetta er hugarfarsbreyting af því að fólki finnst óþægilegt að ræða þessa hluti, að sýna á sér veikleikamerki en öryggisveikleiki sem er meðhöndlaður ábyrgt er ekkert annað en styrkleikamerki.“
Netöryggi Tækni Tengdar fréttir Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31 Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19 Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Á tímum hraðrar stafrænnar þróunar, þegar fyrirtæki reiða sig sífellt meira á tækni í daglegum rekstri, er netöryggi orðið lykilþáttur í rekstraráhættu fyrirtækja. 6. október 2024 13:31
Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. 14. september 2024 15:19
Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. 29. ágúst 2024 21:31