Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. október 2024 19:20 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, tapaði í kjöri um 1. varaformann BSRB í dag. Vísir/Ívar Fannar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, felldi Þórarin Eyfjörð, formann Sameykis, í kjöri um 1. varaformann BSRB á þingi bandalagsins í dag. Þórarinn heldur að ákveðnir þingfulltrúar hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu. Þing BSRB fór fram undanfarna þrjá daga og lauk í dag þegar kosið var í nýja stjórn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ein í framboði til formanns og því endurkjörin. Hún hefur setið sem formaður BSRB frá október 2018. Það sem vekur þó mesta athygli er að Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis sem er stærsta félagið innan BSRB, laut í lægra haldi í kosningum um sæti 1. varaformanns. Hann hefur verið 1. varaformaður BSRB frá 2021. „Í svona samtökum á enginn markað sæti. Það er ekki þannig. Það hefur verið ágreiningur um bæði áherslur og aðferðarfræði innan þessa samfélags. Það hafa fyrst og fremst verið átök í kringum kjarasamninga og útfærslur á þeim,“ sagði Þórarinn í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningunni. Ákveðinn hópur unnið undir yfirborðinu „Ég sem formaður Sameykis hef lagt áherslu á ákveðna þætti í kjarabaráttu og útfærslu þeirra. Sá ágreiningur hefur verið erfiður og hluti af þessari niðurstöðu liggur þar,“ bætir Þórarinn við. Hvað er það sem þú leggur áherslu á sem veldur ágreiningi? „Það eru ýmis atriði sem koma við útfærslu í kjarasamningi og áherslum.“ Þú vilt ekki fara nánar út í það? „Nei nei.“ Sameyki er svo stórt innan bandalagsins. Var þá einhver smölun á fundinn? „Það er ekki þannig að ég hafi heyrt mikið af smölun en því hefur verið haldið fram að svo hafi verið. Og það er svo sem ekkert ólíklegt að það gæti verið rétt. En ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta er niðurstaða þessa kjörs sem þarna var,“ segir hann. Var hart tekist á á fundinum? „Ég held að ákveðinn hópur hafi verið að vinna að þessu undir yfirborðinu. Þingfulltrúar eða fulltrúar annarra félaga. Það var sagt við mig að þingi loknu en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti,“ segir hann. Umræða um úrsögn ekki farið fram „Það sem við höfum lagt áherslu á í Sameyki er fyrst og fremst að vinna árangursríka baráttu fyrir okkar félagsfólk. Við höfum náð mjög góðum árangri í því og það getur eftir atvikum kallað á ágreining við bæði viðsemjendur og líka haft áhrif á samstarf og samflot þegar áherslur fara ekki saman. Það er þekkt í þessum heimi stéttabaráttunnar að slík staða getur komið upp,“ segir Þórarinn. Að sögn Þórarins hefði vanalega verið farið í raðkjör í kjölfar úrslitanna. Hann hefði þá getað farið í stjórn í minna hlutverki en hafi ekki sóst eftir því. „Í ljósi þess að þingheimur kaus með þessum hætti sá ég ekki ástæðu til þess að leggja áherslu á að fara inn í stjórn BSRB,“ segir hann. „Þessi niðurstaða var afgerandi og þá er það bara niðurstaðan. Í meðstjórnendum eigum við fulltrúa sem er að vísu ekki félagslega kjörinn. Það er skrifstofustjórinn sem er ágætis tenging við BSRB. Svo höldum við okkar kjara- og hagmsunabaráttu fyrir félagsfólk áfram,“ segir hann. Kemur til grein að ganga úr BSRB? „Umræða um það hefur hvergi og ekkert farið fram. Að vísu voru einhverjir félagar Sameykis sem impruðu á því eftir þingið í dag. Og ég held að margir félagsmenn hafi ekki verið sáttir við þessa niðurstöðu. Hvað það ber í skauti sér í framhaldinu er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ef það kemur til umræðu tökum við upp það samtal,“ segir hann að lokum. Stéttarfélög Lögreglan Tengdar fréttir Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Þing BSRB fór fram undanfarna þrjá daga og lauk í dag þegar kosið var í nýja stjórn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ein í framboði til formanns og því endurkjörin. Hún hefur setið sem formaður BSRB frá október 2018. Það sem vekur þó mesta athygli er að Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis sem er stærsta félagið innan BSRB, laut í lægra haldi í kosningum um sæti 1. varaformanns. Hann hefur verið 1. varaformaður BSRB frá 2021. „Í svona samtökum á enginn markað sæti. Það er ekki þannig. Það hefur verið ágreiningur um bæði áherslur og aðferðarfræði innan þessa samfélags. Það hafa fyrst og fremst verið átök í kringum kjarasamninga og útfærslur á þeim,“ sagði Þórarinn í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningunni. Ákveðinn hópur unnið undir yfirborðinu „Ég sem formaður Sameykis hef lagt áherslu á ákveðna þætti í kjarabaráttu og útfærslu þeirra. Sá ágreiningur hefur verið erfiður og hluti af þessari niðurstöðu liggur þar,“ bætir Þórarinn við. Hvað er það sem þú leggur áherslu á sem veldur ágreiningi? „Það eru ýmis atriði sem koma við útfærslu í kjarasamningi og áherslum.“ Þú vilt ekki fara nánar út í það? „Nei nei.“ Sameyki er svo stórt innan bandalagsins. Var þá einhver smölun á fundinn? „Það er ekki þannig að ég hafi heyrt mikið af smölun en því hefur verið haldið fram að svo hafi verið. Og það er svo sem ekkert ólíklegt að það gæti verið rétt. En ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta er niðurstaða þessa kjörs sem þarna var,“ segir hann. Var hart tekist á á fundinum? „Ég held að ákveðinn hópur hafi verið að vinna að þessu undir yfirborðinu. Þingfulltrúar eða fulltrúar annarra félaga. Það var sagt við mig að þingi loknu en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti,“ segir hann. Umræða um úrsögn ekki farið fram „Það sem við höfum lagt áherslu á í Sameyki er fyrst og fremst að vinna árangursríka baráttu fyrir okkar félagsfólk. Við höfum náð mjög góðum árangri í því og það getur eftir atvikum kallað á ágreining við bæði viðsemjendur og líka haft áhrif á samstarf og samflot þegar áherslur fara ekki saman. Það er þekkt í þessum heimi stéttabaráttunnar að slík staða getur komið upp,“ segir Þórarinn. Að sögn Þórarins hefði vanalega verið farið í raðkjör í kjölfar úrslitanna. Hann hefði þá getað farið í stjórn í minna hlutverki en hafi ekki sóst eftir því. „Í ljósi þess að þingheimur kaus með þessum hætti sá ég ekki ástæðu til þess að leggja áherslu á að fara inn í stjórn BSRB,“ segir hann. „Þessi niðurstaða var afgerandi og þá er það bara niðurstaðan. Í meðstjórnendum eigum við fulltrúa sem er að vísu ekki félagslega kjörinn. Það er skrifstofustjórinn sem er ágætis tenging við BSRB. Svo höldum við okkar kjara- og hagmsunabaráttu fyrir félagsfólk áfram,“ segir hann. Kemur til grein að ganga úr BSRB? „Umræða um það hefur hvergi og ekkert farið fram. Að vísu voru einhverjir félagar Sameykis sem impruðu á því eftir þingið í dag. Og ég held að margir félagsmenn hafi ekki verið sáttir við þessa niðurstöðu. Hvað það ber í skauti sér í framhaldinu er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ef það kemur til umræðu tökum við upp það samtal,“ segir hann að lokum.
Stéttarfélög Lögreglan Tengdar fréttir Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49