Sjáðu glæsimark Duráns, dramatíkina í Leipzig og allt úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 11:31 Jhon Durán tryggði Aston Villa frækinn sigur á Bayern München. getty/Michael Steele Meistaradeild Evrópu sveik ekki frekar en fyrri daginn þegar annarri umferð deildarkeppninnar lauk í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni. Aston Villa vann 1-0 sigur á Bayern München í fyrsta leik sínum á heimavelli í Meistaradeildinni í 41 ár. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Manuel Neuer, markvörð Bayern. Villa er með sex stig í Meistaradeildinni en Bayern þrjú mörk. Aðra umferðina í röð mætti Liverpool ítölsku liði þegar Bologna kom í heimsókn. Rauði herinn vann 2-0 sigur með mörkum frá Alexis Mac Allister og Mohamed Salah. Liverpool hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni í vetur. Lille gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Real Madrid á heimavelli, 1-0. Jonathan David skoraði markið úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta tap Madrídinga síðan í janúar. Klippa: Lille 1-0 Real Madrid Juventus vann RB Leipzig í frábærum leik, 2-3, þrátt fyrir að lenda tvisvar sinnum undir og missa mann af velli. Francisco Conceicao skoraði sigurmark Juventus en Dusan Vlahovic þau tvö fyrstu. Benjamin Sesko gerði bæði mörk Leipzig. Juventus er enn ósigrað á tímabilinu. Klippa: Leipzig 2-3 Juventus Benfica gerði sér lítið fyrir og rústaði Atlético Madrid, 4-0, á Ljósvangi í Lissabon. Kerem Aktürkoglu, Ángel Di María, Alexander Bah og Orkun Kökcü skoruðu mörk portúgalska liðsins. Klippa: Benfica 4-0 Atlético Madrid Feyenoord vann sinn fyrsta útisigur í Meistaradeildinni í 22 ár þegar liðið vann Girona á útivelli, 2-3. Antoni Milambo skoraði fyrir Feyenoord auk þess sem tveir leikmenn Girona, Yangel Herrera og Ladislav Krejcí skoruðu sjálfsmörk. David López og Donny van de Beek gerðu mörk Girona. Klippa: Girona 2-3 Feyenoord Aðeins eitt mark var skorað í leik Sturm Graz og Club Brugge og það var af dýrari gerðinni. Christos Tzolis skoraði markið glæsilega með skoti í stöng og inn og tryggði Belgunum sigurinn. Klippa: Sturm Graz 0-1 Club Brugge Monaco kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Dinamo Zagreb á útivelli. Lokatölur 2-2. Petar Sucic og Martin Baturina komu Króötunum í 2-0 en Mohammed Salisu og Denis Zakaria jöfnuðu fyrir gestina frá furstadæminu. Klippa: Dinamo Zagreb 2-2 Monaco Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00 Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00 Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28 Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Sjá meira
Aston Villa vann 1-0 sigur á Bayern München í fyrsta leik sínum á heimavelli í Meistaradeildinni í 41 ár. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Manuel Neuer, markvörð Bayern. Villa er með sex stig í Meistaradeildinni en Bayern þrjú mörk. Aðra umferðina í röð mætti Liverpool ítölsku liði þegar Bologna kom í heimsókn. Rauði herinn vann 2-0 sigur með mörkum frá Alexis Mac Allister og Mohamed Salah. Liverpool hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni í vetur. Lille gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Real Madrid á heimavelli, 1-0. Jonathan David skoraði markið úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta tap Madrídinga síðan í janúar. Klippa: Lille 1-0 Real Madrid Juventus vann RB Leipzig í frábærum leik, 2-3, þrátt fyrir að lenda tvisvar sinnum undir og missa mann af velli. Francisco Conceicao skoraði sigurmark Juventus en Dusan Vlahovic þau tvö fyrstu. Benjamin Sesko gerði bæði mörk Leipzig. Juventus er enn ósigrað á tímabilinu. Klippa: Leipzig 2-3 Juventus Benfica gerði sér lítið fyrir og rústaði Atlético Madrid, 4-0, á Ljósvangi í Lissabon. Kerem Aktürkoglu, Ángel Di María, Alexander Bah og Orkun Kökcü skoruðu mörk portúgalska liðsins. Klippa: Benfica 4-0 Atlético Madrid Feyenoord vann sinn fyrsta útisigur í Meistaradeildinni í 22 ár þegar liðið vann Girona á útivelli, 2-3. Antoni Milambo skoraði fyrir Feyenoord auk þess sem tveir leikmenn Girona, Yangel Herrera og Ladislav Krejcí skoruðu sjálfsmörk. David López og Donny van de Beek gerðu mörk Girona. Klippa: Girona 2-3 Feyenoord Aðeins eitt mark var skorað í leik Sturm Graz og Club Brugge og það var af dýrari gerðinni. Christos Tzolis skoraði markið glæsilega með skoti í stöng og inn og tryggði Belgunum sigurinn. Klippa: Sturm Graz 0-1 Club Brugge Monaco kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Dinamo Zagreb á útivelli. Lokatölur 2-2. Petar Sucic og Martin Baturina komu Króötunum í 2-0 en Mohammed Salisu og Denis Zakaria jöfnuðu fyrir gestina frá furstadæminu. Klippa: Dinamo Zagreb 2-2 Monaco Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00 Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00 Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28 Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Sjá meira
Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00
Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00
Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28
Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47