Sjáðu glæsimark Duráns, dramatíkina í Leipzig og allt úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 11:31 Jhon Durán tryggði Aston Villa frækinn sigur á Bayern München. getty/Michael Steele Meistaradeild Evrópu sveik ekki frekar en fyrri daginn þegar annarri umferð deildarkeppninnar lauk í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni. Aston Villa vann 1-0 sigur á Bayern München í fyrsta leik sínum á heimavelli í Meistaradeildinni í 41 ár. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Manuel Neuer, markvörð Bayern. Villa er með sex stig í Meistaradeildinni en Bayern þrjú mörk. Aðra umferðina í röð mætti Liverpool ítölsku liði þegar Bologna kom í heimsókn. Rauði herinn vann 2-0 sigur með mörkum frá Alexis Mac Allister og Mohamed Salah. Liverpool hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni í vetur. Lille gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Real Madrid á heimavelli, 1-0. Jonathan David skoraði markið úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta tap Madrídinga síðan í janúar. Klippa: Lille 1-0 Real Madrid Juventus vann RB Leipzig í frábærum leik, 2-3, þrátt fyrir að lenda tvisvar sinnum undir og missa mann af velli. Francisco Conceicao skoraði sigurmark Juventus en Dusan Vlahovic þau tvö fyrstu. Benjamin Sesko gerði bæði mörk Leipzig. Juventus er enn ósigrað á tímabilinu. Klippa: Leipzig 2-3 Juventus Benfica gerði sér lítið fyrir og rústaði Atlético Madrid, 4-0, á Ljósvangi í Lissabon. Kerem Aktürkoglu, Ángel Di María, Alexander Bah og Orkun Kökcü skoruðu mörk portúgalska liðsins. Klippa: Benfica 4-0 Atlético Madrid Feyenoord vann sinn fyrsta útisigur í Meistaradeildinni í 22 ár þegar liðið vann Girona á útivelli, 2-3. Antoni Milambo skoraði fyrir Feyenoord auk þess sem tveir leikmenn Girona, Yangel Herrera og Ladislav Krejcí skoruðu sjálfsmörk. David López og Donny van de Beek gerðu mörk Girona. Klippa: Girona 2-3 Feyenoord Aðeins eitt mark var skorað í leik Sturm Graz og Club Brugge og það var af dýrari gerðinni. Christos Tzolis skoraði markið glæsilega með skoti í stöng og inn og tryggði Belgunum sigurinn. Klippa: Sturm Graz 0-1 Club Brugge Monaco kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Dinamo Zagreb á útivelli. Lokatölur 2-2. Petar Sucic og Martin Baturina komu Króötunum í 2-0 en Mohammed Salisu og Denis Zakaria jöfnuðu fyrir gestina frá furstadæminu. Klippa: Dinamo Zagreb 2-2 Monaco Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00 Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00 Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28 Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Aston Villa vann 1-0 sigur á Bayern München í fyrsta leik sínum á heimavelli í Meistaradeildinni í 41 ár. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Manuel Neuer, markvörð Bayern. Villa er með sex stig í Meistaradeildinni en Bayern þrjú mörk. Aðra umferðina í röð mætti Liverpool ítölsku liði þegar Bologna kom í heimsókn. Rauði herinn vann 2-0 sigur með mörkum frá Alexis Mac Allister og Mohamed Salah. Liverpool hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni í vetur. Lille gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Real Madrid á heimavelli, 1-0. Jonathan David skoraði markið úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta tap Madrídinga síðan í janúar. Klippa: Lille 1-0 Real Madrid Juventus vann RB Leipzig í frábærum leik, 2-3, þrátt fyrir að lenda tvisvar sinnum undir og missa mann af velli. Francisco Conceicao skoraði sigurmark Juventus en Dusan Vlahovic þau tvö fyrstu. Benjamin Sesko gerði bæði mörk Leipzig. Juventus er enn ósigrað á tímabilinu. Klippa: Leipzig 2-3 Juventus Benfica gerði sér lítið fyrir og rústaði Atlético Madrid, 4-0, á Ljósvangi í Lissabon. Kerem Aktürkoglu, Ángel Di María, Alexander Bah og Orkun Kökcü skoruðu mörk portúgalska liðsins. Klippa: Benfica 4-0 Atlético Madrid Feyenoord vann sinn fyrsta útisigur í Meistaradeildinni í 22 ár þegar liðið vann Girona á útivelli, 2-3. Antoni Milambo skoraði fyrir Feyenoord auk þess sem tveir leikmenn Girona, Yangel Herrera og Ladislav Krejcí skoruðu sjálfsmörk. David López og Donny van de Beek gerðu mörk Girona. Klippa: Girona 2-3 Feyenoord Aðeins eitt mark var skorað í leik Sturm Graz og Club Brugge og það var af dýrari gerðinni. Christos Tzolis skoraði markið glæsilega með skoti í stöng og inn og tryggði Belgunum sigurinn. Klippa: Sturm Graz 0-1 Club Brugge Monaco kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Dinamo Zagreb á útivelli. Lokatölur 2-2. Petar Sucic og Martin Baturina komu Króötunum í 2-0 en Mohammed Salisu og Denis Zakaria jöfnuðu fyrir gestina frá furstadæminu. Klippa: Dinamo Zagreb 2-2 Monaco Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00 Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00 Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28 Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00
Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00
Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28
Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47