Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2024 11:31 Karim Adeyemi skoraði þrennu fyrir Borussia Dortmund gegn Celtic og fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir leikinn. getty/Geert van Erven Alls voru 32 mörk skoruð í leikjunum níu í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Paris Saint-Germain á Emirates. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk enska liðsins sem er með fjögur stig en frönsku meistararnir eru með þrjú stig. Klippa: Arsenal 2-0 PSG Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Slovan Bratislava að velli. Lokatölur 0-4, City í vil sem vann þarna sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur. Ilkay Gündogan, Phil Foden, Erling Haaland og James McAtee skoruðu mörk ensku meistaranna. Klippa: Slovan Bratislava 0-4 Man City Bayer Leverkusen er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á AC Milan á BayArena. Victor Boniface skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Klippa: Leverkusen 1-0 Milan Karim Adeyemi skoraði þrennu þegar Borussia Dortmund rústaði Celtic, 7-1, á heimavelli. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk og Emre Can og Felix Nmecha sitt markið hvor. Daizen Maeda gerði mark Celtic. Klippa: Dortmund 7-1 Celtic Barcelona vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur þegar liðið rúllaði yfir Young Boys á Nývangi, 5-0. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Börsunga og Raphinha, Inigo Martínez og Mohamed Camara (sjálfsmark) sitt markið hver. Klippa: Barcelona 5-0 Young Boys Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu þegar Inter sigraði Rauðu stjörnuna á San Siro, 4-0. Marko Arnautovic, Lautaro Martínez og Mehdi Taremi skoruðu einnig fyrir Ítalíumeistaranna. Klippa: Inter 4-0 Rauða stjarnan Brest er með fullt hús stiga eftir stórsigur á Red Bull Salzburg á útivelli, 0-4. Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir franska liðið og Mahdi Camara og Mathias Pereira Lage voru einnig á skotskónum. Klippa: Salzburg 0-4 Brest PSV Eindhoven og Sporting gerðu 1-1 jafntefli. Jerdy Schouten kom Hollendingunum yfir en Daniel Braganca jafnaði fyrir Portúgalina þegar sex mínútur voru eftir. Klippa: PSV 1-1 Sporting Stuttgart og Slavia Prag gerðu einnig 1-1 jafntefli. Enzo Millot kom Þjóðverjunum yfir en Kaan Kairinen jafnaði fyrir Tékkana með marki beint úr aukaspyrnu. Klippa: Stuttgart 1-1 Slavia Prag Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01 Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Arsenal vann góðan 2-0 sigur á Paris Saint-Germain á Emirates. Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk enska liðsins sem er með fjögur stig en frönsku meistararnir eru með þrjú stig. Klippa: Arsenal 2-0 PSG Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Slovan Bratislava að velli. Lokatölur 0-4, City í vil sem vann þarna sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur. Ilkay Gündogan, Phil Foden, Erling Haaland og James McAtee skoruðu mörk ensku meistaranna. Klippa: Slovan Bratislava 0-4 Man City Bayer Leverkusen er með fullt hús stiga eftir 1-0 sigur á AC Milan á BayArena. Victor Boniface skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Klippa: Leverkusen 1-0 Milan Karim Adeyemi skoraði þrennu þegar Borussia Dortmund rústaði Celtic, 7-1, á heimavelli. Serhou Guirassy skoraði tvö mörk og Emre Can og Felix Nmecha sitt markið hvor. Daizen Maeda gerði mark Celtic. Klippa: Dortmund 7-1 Celtic Barcelona vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í vetur þegar liðið rúllaði yfir Young Boys á Nývangi, 5-0. Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Börsunga og Raphinha, Inigo Martínez og Mohamed Camara (sjálfsmark) sitt markið hver. Klippa: Barcelona 5-0 Young Boys Hakan Calhanoglu skoraði stórglæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu þegar Inter sigraði Rauðu stjörnuna á San Siro, 4-0. Marko Arnautovic, Lautaro Martínez og Mehdi Taremi skoruðu einnig fyrir Ítalíumeistaranna. Klippa: Inter 4-0 Rauða stjarnan Brest er með fullt hús stiga eftir stórsigur á Red Bull Salzburg á útivelli, 0-4. Abdallah Sima skoraði tvö mörk fyrir franska liðið og Mahdi Camara og Mathias Pereira Lage voru einnig á skotskónum. Klippa: Salzburg 0-4 Brest PSV Eindhoven og Sporting gerðu 1-1 jafntefli. Jerdy Schouten kom Hollendingunum yfir en Daniel Braganca jafnaði fyrir Portúgalina þegar sex mínútur voru eftir. Klippa: PSV 1-1 Sporting Stuttgart og Slavia Prag gerðu einnig 1-1 jafntefli. Enzo Millot kom Þjóðverjunum yfir en Kaan Kairinen jafnaði fyrir Tékkana með marki beint úr aukaspyrnu. Klippa: Stuttgart 1-1 Slavia Prag Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01 Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. 2. október 2024 10:01
Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. 1. október 2024 21:30
Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00
Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00