Dómarinn fyrrverandi segir Bruno hafa átt að fá gult Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 19:01 Bruno Fernandes fékk rautt spjald fyrir þetta spark í James Maddison. Getty/Catherine Ivill Dermot Gallagher, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og núverandi sérfræðingur Sky Sports, segir að fyrirliðinn Bruno Fernandes hefði ekki átt að fá beint rautt spjald gegn Tottenham Hotspur um helgina. Fernandes fékk að líta rauða spjaldið þegar Tottenham leiddi 1-0 á Old Trafford í leik liðanna um liðna helgi. Portúgalinn rann er hann nálgaðist James Maddison og rakst á endanum utan í Maddison sem féll til jarðar. Brotið leit verr út en það í raun og veru var þar sem í raun virtist sem Fernandes hefði runnið og rekið takkana í fótlegg Maddison. Þrátt fyrir að það væri ekki raunin ákvað dómarateymi leiksins ekki að breyta ákvörðun sinni og Fernandes var sendur í sturtu. Hvort Man United hefði gengið betur 11 gegn 11 er alls óvíst miðað við yfirburði Tottenham fram að rauða spjaldinu en gestirnir úr Lundúnum unnu á endanum 3-0 sigur. Hinn 67 ára gamli Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til 2007. Í dag starfar hann að hluta til fyrir Sky Sports þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir deildarinnar. Dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.Phil Noble/Getty Images „Ég held að dómarinn sjái ekki atvikið nægilega vel. Hann sér ekki hvernig tæklingin fer. Hann rétt rekst utan í fótlegginn. Þetta er hálfgerð sjónhverfing, fýsilegri ákvörðun hefði verið gult spjald,“ sagði Dermot um rauða spjaldið. Sparkspekingurinn Sue Smith tók undir með dómaranum fyrrverandi. „Þetta er aldrei rautt. Hann rennur og snertir hann með hælnum. Það er enginn illska í þessu og hann er ekki að setja mótherjann í hættu. Þetta er án alls efa ekki rautt spjald, í mesta lagi gult.“ Talið er öruggt að Man United muni áfrýja rauða spjaldi Bruno en sem stendur er fyrirliðinn á leið í þriggja leikja bann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Fernandes fékk að líta rauða spjaldið þegar Tottenham leiddi 1-0 á Old Trafford í leik liðanna um liðna helgi. Portúgalinn rann er hann nálgaðist James Maddison og rakst á endanum utan í Maddison sem féll til jarðar. Brotið leit verr út en það í raun og veru var þar sem í raun virtist sem Fernandes hefði runnið og rekið takkana í fótlegg Maddison. Þrátt fyrir að það væri ekki raunin ákvað dómarateymi leiksins ekki að breyta ákvörðun sinni og Fernandes var sendur í sturtu. Hvort Man United hefði gengið betur 11 gegn 11 er alls óvíst miðað við yfirburði Tottenham fram að rauða spjaldinu en gestirnir úr Lundúnum unnu á endanum 3-0 sigur. Hinn 67 ára gamli Gallagher dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1992 til 2007. Í dag starfar hann að hluta til fyrir Sky Sports þar sem hann fer yfir stærstu dómaraákvarðanir deildarinnar. Dæmdi lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.Phil Noble/Getty Images „Ég held að dómarinn sjái ekki atvikið nægilega vel. Hann sér ekki hvernig tæklingin fer. Hann rétt rekst utan í fótlegginn. Þetta er hálfgerð sjónhverfing, fýsilegri ákvörðun hefði verið gult spjald,“ sagði Dermot um rauða spjaldið. Sparkspekingurinn Sue Smith tók undir með dómaranum fyrrverandi. „Þetta er aldrei rautt. Hann rennur og snertir hann með hælnum. Það er enginn illska í þessu og hann er ekki að setja mótherjann í hættu. Þetta er án alls efa ekki rautt spjald, í mesta lagi gult.“ Talið er öruggt að Man United muni áfrýja rauða spjaldi Bruno en sem stendur er fyrirliðinn á leið í þriggja leikja bann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira