Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. september 2024 19:35 Eiríkur Bergmann segir væringar í gangi á hægri væng stjórnmálanna. Áslaug Arna vonar að hægrimenn geti sameinast undir sjálfstæðisstefnunni. Vísir/samsett Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, viðraði þá skoðun á dögunum í spjalli að henni myndi hugnast ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins. En tveir síðarnefndu flokkarnir hafa sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Í samtali við fréttastofu segir hún ekki tímabært að ræða ríkisstjórnarmynstur en það sé ekkert launungamál að henni myndi hugnast að mynda stjórn til hægri. „Ég mun beita mér fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri árangri í næsta ríkisstjórnarsamstarfi komi til þess. Við sjáum það núna í könnunum að kjósendur okkar hall sér sérstaklega að tveimur flokkum. Ég hef enn trú á því að það sé best að sameina hægrimenn undir sjálfstæðisstefnunni undir Sjálfstæðisflokknum og við eigum ekki að splundra okkur í svona marga flokka á hægri vængnum,“ segir Áslaug Arna. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir þessa þróun áhugaverða í sögulegu samhengi. „Það er mikil gerjun á hægri vængnum og það er margt þar að brotna upp. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega bara borið ákveðinn Ægishjálm yfir hægri vængnum og löngum stundum bara verið allur hægri vængurinn,“ segir Eiríkur. Nú sé svipuð þróun að verða og á vinstri vængnum á tuttugustu öldinni. „Þá klofnuðu vinstri flokkarnir hver á fætur öðrum. Alþýðuflokkurinn alveg stöðugt og aðrir flokkar sem komu og fóru á vinstri vængnum og vörðu í stutta hríð,“ segir Eiríkur. Erfið staða í miðju hægrisins Ýmislegt kunni að skýra þessa þróun sem sé að eiga sér stað nú. „Þetta uppgjör sem er að verða á hægri vængnum, af hverju er það akkúrat að gerast núna, þá held ég að það séu bara sögulegar ástæður fyrir því hér vegna þess hversu sterka stöðu Sjálfstæðisflokkurinn hafði mjög lengi og núna er bara kominn valkostur,“ segir Eiríkur. Þar að auki gæti ákveðins óþols meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eftir ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum, auk þess sem þróunin hafi verið á þann veg, bæði hér á landi og annars staðar þar sem kosningakerfið er byggt upp með svipuðum hætti, að flokkum er að fjölga. Rými sé fyrir fleiri skoðanir og flokkshollusta ekki sú sama og hún var áður fyrr. Eiríkur segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú í nokkuð erfiðri stöðu á hægri vængnum. „Vegna þess að það er valkostur íhalds megin við hann, svona í hinu þjóðernislega íhaldi sem er Miðflokkurinn. En svo er annar valkostur frjálslyndis megin við hann líka sem er Viðreisn,“ segir Eiríkur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira