Gestirnir frá Peterborough byrjuðu af krafti og voru komnir 2-0 yfir þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Willum Þór minnkaði muninn þökk sé stoðsendingu hins sænska Emil Hansson og staðan 1-2 í hálfleik.
We're behind but still well in it at the break. pic.twitter.com/fnqaO0ZIjo
— Birmingham City FC (@BCFC) September 28, 2024
Leikmaður Peterborough varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks og Krystian Bielik fullkomnaði svo endurkomu heimamanna með þriðja marki liðsins á 66. mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og Birmingham lyftir sér á topp deildarinnar með 19 stig að loknum sjö umferðum, tveimur meira en Wrexham sem er í 2. sætinu eftir að hafa leikið leik meira.
Í ensku D-deildinni kom Jason Daði Svanþórsson inn af bekknum þegar 11 mínútur lifðu leiks og Grimsby Town marki undir gegn Carlisle. Eftir að Jason Daði kom inn á skoraði Grimsby tvö mörk og vann frábæran 3-2 útisigur.
Grimsby er í 11. sæti deildarinnar með 12 stig að loknum átta leiki.