Fjögur þúsundasta laxinum var fagnað í veiðihúsinu með með pönnukökum og öðru kruðirí, sem Anna María Kristjánsdóttir töfrað fram af sinni alkunnu snilld en maður hennar, Ari Árnason er framkvæmdastjóri Ytri Rangár.
„Það er ljómandi fín meðalveiði í Ytri Rangá þetta árið og laxarnir hafa verið stærri en venjulega í ár. Meðalstærð smálaxa þetta árið er yfir tvö og hálft kg og 62 cm sem er mjög gott. Stærsti veiddur lax 2024 er 98 cm en við vitum af 105 cm laxi sem gekk í gegnum teljara en hann hefur ekki ennþá veiðst,” segir Ari og bætir við.
„Það er laxateljari í Ægissíðufossi, sem er á miðju laxasvæðinu og hann sýnir að 6.400 laxar hafa gengið upp fyrir Ægissíðufoss. Mögulega má áætla að um 12.000 laxar hafi gengið í ánna þetta sumarið. Veiðitímabilinu lýkur 20. október og það er mikið af fiski í ánni ennþá.”

