Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2024 08:31 David Raya ver ótrúlega frá Mateo Retegui. getty/Roberto Tommasini Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sjá meira
Leikur Atalanta og Arsenal í Bergamo var fremur tíðindalítill og endaði 0-0. Atalanta fékk þó gullið tækifæri til að skora þegar liðið fékk vítaspyrnu í upphafi leiks. Mateo Retegui tók spyrnuna en David Raya varði hana. Boltinn hrökk aftur til Reteguis sem skallaði hann á markið en Raya sýndi ótrúleg viðbrögð og varði aftur. Klippa: Atalanta 0-0 Arsenal Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan Hansi Flick tók við liðinu þegar það sótti Monaco heim. Eric García var rekinn út af á 11. mínútu og eftir það var róður Börsunga þungur. Maghnes Akliouche kom heimamönnum yfir, Lamin Yamal jafnaði en George Ilenikhena skoraði svo sigurmark Monaco nítján mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í furstadæminu, 2-1. Klippa: Monaco 2-1 Barcelona José María Giménez var hetja Atlético Madrid gegn Leipzig en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Antoine Griezmann. Sá síðarnefndi hafði jafnað fyrir Atlético eftir að Benjamin Sesko kom Leipzig yfir. Lokatölur á Wanda Metropolitano, 2-1, Atlético í vil. Klippa: Atlético Madrid 2-1 Leipzig Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen sneru aftur í Meistaradeildina með stæl og rústuðu Feyenoord á útivelli, 0-4. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Florian Wirtz skoraði tvö mörk, Alejandro Grimaldo eitt og markvörður Feyenoord, Timon Wellenreuther, gerði sjálfsmark. Klippa: Feyenoord 0-4 Leverkusen Kerem Aktürkoglu, sem skoraði þrennu þegar Tyrkland vann Ísland í Þjóðadeildinni fyrr í mánuðinum, var á skotskónum þegar Benfica sigraði Rauðu stjörnuna í Belgrad, 1-2. Landi hans, Orkun Kökcü, skoraði einnig fyrir Benfica en Milson gerði mark Rauðu stjörnunnar. Klippa: Rauða stjarnan 1-2 Benfica Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í fyrsta Evrópuleik félagsins í sögunni. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Klippa: Brest 2-1 Sturm Graz Mörkin úr leikjunum gærdagsins sem og vörslur Rayas má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29 Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sjá meira
„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02
Atlético lagði sprækt lið Leipzig Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. 19. september 2024 21:29
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02