Fótbolti

Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paulo Gazzaniga hélt sínum mönnum inn í leiknum framan af en fótboltaleikur er 90 mínútur plús uppbótartími.
Paulo Gazzaniga hélt sínum mönnum inn í leiknum framan af en fótboltaleikur er 90 mínútur plús uppbótartími. Harry Langer/Getty Images

Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn.

Það var snemma ljóst að PSG væri sterkara liðið en Gazzaniga stóð vaktina vel í marki Girona og stefndi í markalaust jafntefli. Það reyndist ekki raunin þar sem Gazzaniga missti fyrirgjöf Nuno Mendes í gegnum klof sitt og þaðan í netið. 

Fyrirgjöfin hafði örlitla viðkomu í varnarmanni Girona á leið sinni í hendur Gazzaniga en á einhvern hátt tókst markverðinum að verpa eggi og missa boltann klaufalega milli fóta sér. Lokatölur í París 1-0 og heimamenn byrja tímabilið í Meistaradeildinni á naumum sigri.

Önnur úrslit kvöldsins

  • Bologna 0-0 Shakhtar Donetsk
  • Sparta Prag 3-0 Salzburg
  • Celtic 5-1 Slovan Bratislava
  • Club Brugge 0-3 Borussia Dortmund

Tengdar fréttir

Marka­laust á Eti­had

Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×