Fótbolti

Fór ekki til Atlético Madrid vegna af­skipta mömmunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Veronique Rabiot er dugleg að koma sér í fréttirnar.
Veronique Rabiot er dugleg að koma sér í fréttirnar. getty/Jean Catuffe

Ekkert varð af félagaskiptum franska landsliðsmannsins Adriens Rabiot til Atlético Madrid vegna afskipta móður hans.

Veronique Rabiot er ekki bara mamma Rabiots heldur einnig umboðsmaður hans. Hún hefur haft nóg að gera í sumar að reyna að finna nýtt félag fyrir strákinn sinn sem var án félags eftir að samningur hans við Juventus rann út.

Rabiot er nú búinn að semja við Marseille í heimalandinu en hann var nálægt því að ganga í raðir Atlético Madrid. Félagaskiptin urðu þó ekki að veruleika vegna afskipta Veronique.

Samkvæmt umboðsmanninum Bruno Satin vildi hún nefnilega skipta sér af því hvar sonurinn myndi spila á vellinum. Forráðamenn Atlético Madrid höfðu engan húmor fyrir því og ákváðu að leita annað.

Rabiot er uppalinn hjá Paris Saint-Germain og lék með liðinu til 2019 þegar hann fór til Juventus. Þar varð hann einu sinni ítalskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×