Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2024 21:11 Harry Kane skoraði fernu fyrir Bæjara. Þrjú mörk komu af vítapunktinum. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira