Fótbolti

Undra­barnið Endrick giftur eftir innan við árs sam­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Endrick hefur átt magnað ár.
Endrick hefur átt magnað ár. EPA-EFE/Borja Sanchez-Trillo

Undrabarnið Endrick, framherji Real Madríd og brasilíska landsliðsins, og Gabriely Miranda eru gengin í það heilaga. Parið hefur ekki verið saman lengi en ástin spyr ekki að því.

Árið hefur verið eftirminnilegt hjá hinum 18 ára gamla Endrick, eða Bobby eins og liðsfélagarnir kalla hann. Hann gekk til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, varð bæði yngstur erlendi leikmaður sögunnar til að skora fyrir Real sem og yngsti leikmaður sögunnar til að skora á Wembley þegar Brasilía lagði England.



Nú er hann svo genginn í það heilaga. Sú heppna er 21 árs gamall áhrifavaldur frá Brasilíu með yfir milljón fylgjendur á Instagram.

Endrick gæti spilað sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu þegar Real Madríd tekur á móti Stuttgart annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 18.50 og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×