Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2024 20:52 Sigurður Ingi Jóhannsson segir engar kollsteypur að finna í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld aukist áfram en það dragi út aukningu þeirra miðað við fyrri ár. Vísir/HMP Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Hann segir frumvarpið styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta án þess að stjórnvöld boði kollsteypur í ríkisfjármálunum með miklum niðurskurði eða skattahækkunum. „Í fjárlagafrumvarpi er áhersla lögð á að skapa svigrúm til að forgangsraða verkefnum. Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum. Staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ segir Sigurður Ingi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina koma sér undan því að taka á málunum. Það væri auðvelt að fría sig ábyrgð þegar komi að því að fjármagna hlutina. „Því það er bara vinsælt að tala um hvað þú ætlar að gefa öðru fólki en ekki hvað það kostar. Það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu ástandi í dag með verðbólgu og vexti. Vegna þess að fólk treystir sér ekki til að vera hreinskilið við fólk þarna úti um að það kostar að ráðast í ákveðnar aðgerðir,“ sagði formaður Samfylkingarinnar meðal annars við umræðuna í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata tók í svipaðan streng og rifjaði upp umsögn BSRB við síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Þá var tekið saman að ófjármagnaðar skattalækkanir núverandi ríkisstjórnar væru komnar upp í 54 milljarða á ári. Það eru ekki skattalækkanir sem renna beint í vasa fátækasta fólksins í landinu okkar,“ sagði Andrés Ingi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýnir að á næsta ári eigi að afnema almenna heimild fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Aðgerðin sé sérstök í einu lengsta verðbólgutímabili sem sést hafi og þegar vextir séu eins og þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. „Mér finnst þetta bara skrýtin skilaboð til heimilanna akkúrat núna því það munar um minna og mér finnst þetta bara óskynsamleg aðgerð sem stendur að vera að kippa þessu úr sambandi núna þegar virkilega verðbólgin er farin að bíta,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, segist telja mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Ég held að það sé full þörf á að viðhalda þessu,“ sagði Njáll í fréttatímanum. Hvað aðgerðir gegn verðbólgu og háum vöxtum snertir sagði Þorbjörg að hallarekstur ríksins knúði meðal annars verðbólguna áfram. „Við viljum auðvitað sjá ríki taka sér stærra hlutverk í því að ná henni niður,“ sagði hún. Njáll sagði fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir minni aukningu ríkisútgjalda en undanfarin ár. Hann teldi að verðbólgan næðist niður með aðgerðum ríkisins, vinnumarkaðarins og Seðlabankans. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í dag. Hann segir frumvarpið styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta án þess að stjórnvöld boði kollsteypur í ríkisfjármálunum með miklum niðurskurði eða skattahækkunum. „Í fjárlagafrumvarpi er áhersla lögð á að skapa svigrúm til að forgangsraða verkefnum. Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum. Staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ segir Sigurður Ingi. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina koma sér undan því að taka á málunum. Það væri auðvelt að fría sig ábyrgð þegar komi að því að fjármagna hlutina. „Því það er bara vinsælt að tala um hvað þú ætlar að gefa öðru fólki en ekki hvað það kostar. Það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu ástandi í dag með verðbólgu og vexti. Vegna þess að fólk treystir sér ekki til að vera hreinskilið við fólk þarna úti um að það kostar að ráðast í ákveðnar aðgerðir,“ sagði formaður Samfylkingarinnar meðal annars við umræðuna í dag. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata tók í svipaðan streng og rifjaði upp umsögn BSRB við síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Þá var tekið saman að ófjármagnaðar skattalækkanir núverandi ríkisstjórnar væru komnar upp í 54 milljarða á ári. Það eru ekki skattalækkanir sem renna beint í vasa fátækasta fólksins í landinu okkar,“ sagði Andrés Ingi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar gagnrýnir að á næsta ári eigi að afnema almenna heimild fólks til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána. Aðgerðin sé sérstök í einu lengsta verðbólgutímabili sem sést hafi og þegar vextir séu eins og þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. „Mér finnst þetta bara skrýtin skilaboð til heimilanna akkúrat núna því það munar um minna og mér finnst þetta bara óskynsamleg aðgerð sem stendur að vera að kippa þessu úr sambandi núna þegar virkilega verðbólgin er farin að bíta,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, segist telja mikilvægt að halda úrræðinu opnu fyrir alla áfram. „Ég held að það sé full þörf á að viðhalda þessu,“ sagði Njáll í fréttatímanum. Hvað aðgerðir gegn verðbólgu og háum vöxtum snertir sagði Þorbjörg að hallarekstur ríksins knúði meðal annars verðbólguna áfram. „Við viljum auðvitað sjá ríki taka sér stærra hlutverk í því að ná henni niður,“ sagði hún. Njáll sagði fjárlagafrumvarpið gera ráð fyrir minni aukningu ríkisútgjalda en undanfarin ár. Hann teldi að verðbólgan næðist niður með aðgerðum ríkisins, vinnumarkaðarins og Seðlabankans.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Alþingi Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06
Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent