Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2024 15:35 Skilaboð þessa mótmælenda eru skýr. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi. „Sýnum samstöðu og krefjumst aðgerða fyrir heimilin! Mótmælum á Austurvelli 10. september, kl. 16:00,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna. Dagskrá hefst kl. 16:30 Ræðufólk: Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis KK mætir og tekur nokkur lög. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum. Fundarstjórn: Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ „Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð.“ Ragnar Þór Ingólfsson fundarstjóri og Andrea Jónsdóttir plötusnúður.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þetta hafi verið brýnasta viðfangsefni stjórnvalda síðustu ár hafi þau með athafnaleysi sínu neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu og eftirlátið Seðlabankanum algerlega hagstjórnina. Að neðan má sjá beina útsendingu frá Alþingi. „Skattalækkunum og óvæntum meiriháttar útgjöldum hefur ekki verið mætt með tekjuöflun, eftirlit með markaðsöflum er í skötulíki á meðan fákeppni ýtir undir hærra verðlag. Fögrum áformum um uppbyggingu húsnæðis hefur ekki verið fylgt eftir. Allt ýtir þetta undir verðbólguna og afleiðingarnar eru hátt vaxtastig langt umfram það sem heimilin og fyrirtækin geta borið.“ Svona var staðan á Austurvelli rétt fyrir klukkan 16:30.Vísir/Vilhelm Nú mótmæli vinnandi stéttir skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. „Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið - stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax!“ Palestínumenn eru meðal þeirra sem mótmæla.Vísir/Vilhelm Fólk er nokkuð vel búið enda kalt í höfuðborginni í dag.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
„Sýnum samstöðu og krefjumst aðgerða fyrir heimilin! Mótmælum á Austurvelli 10. september, kl. 16:00,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna. Dagskrá hefst kl. 16:30 Ræðufólk: Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis KK mætir og tekur nokkur lög. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum. Fundarstjórn: Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ „Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð.“ Ragnar Þór Ingólfsson fundarstjóri og Andrea Jónsdóttir plötusnúður.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þetta hafi verið brýnasta viðfangsefni stjórnvalda síðustu ár hafi þau með athafnaleysi sínu neitað að axla ábyrgð á efnahagsástandinu og eftirlátið Seðlabankanum algerlega hagstjórnina. Að neðan má sjá beina útsendingu frá Alþingi. „Skattalækkunum og óvæntum meiriháttar útgjöldum hefur ekki verið mætt með tekjuöflun, eftirlit með markaðsöflum er í skötulíki á meðan fákeppni ýtir undir hærra verðlag. Fögrum áformum um uppbyggingu húsnæðis hefur ekki verið fylgt eftir. Allt ýtir þetta undir verðbólguna og afleiðingarnar eru hátt vaxtastig langt umfram það sem heimilin og fyrirtækin geta borið.“ Svona var staðan á Austurvelli rétt fyrir klukkan 16:30.Vísir/Vilhelm Nú mótmæli vinnandi stéttir skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum. „Við sættum okkur ekki við aðgerðaleysið - stjórnvöld verða að sýna samstöðu með heimilum í landinu í verki! Strax!“ Palestínumenn eru meðal þeirra sem mótmæla.Vísir/Vilhelm Fólk er nokkuð vel búið enda kalt í höfuðborginni í dag.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira