„Nú er hann bara Bobby“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 11:03 Endrick fagnar sínu fyrsta marki fyrir Real Madrid. Hann er kallaður Bobby meðal liðsfélaga sinna. Getty/Angel Martinez Brasilíski táningurinn Endrick hjá Real Madrid getur gleymt því að liðsfélagar hans hjá spænska félaginu kalli hann aftur með hans rétta nafni. Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Hinn átján ára gamli Endrick kom til Real Madrid í sumar og er þegar búinn að opna markareikning sinn með félaginu þrátt fyrir fáar mínútur. Endrick er líka kominn með þrjú mörk fyrir brasilíska landsliðið. Það vakti athygli þegar hann var spurður út í átrúnaðargoðið sitt í viðtali og hann nefndi ensku goðsögnina Sir Bobby Charlton. Charlton lék sinn síðasta leik árið 1973 eða 33 árum áður en Endrick fæddist. Það þótti mörgum mjög sérstakt og liðsfélagar hans í Real fóru að strax að stríða honum. Einn af þessum nýju liðsfélögum hans er Rodrygo sem spilar auðvitað líka með honum í brasilíska landsliðinu. Hann segir að strákurinn geti gleymt því að einhver hjá Real Madrid muni kalla hann Endrick. „Nú er hann bara Bobby. Hann er ekki Endrick lengur,“ sagði Rodrygo í viðtali við ESPN. Mörg þekkt gælunöfn brasilískra leikmanna í gegnum tíðina hafa orðið til fyrir hálfgerða slysni. Pele hét í raun Edson Arantes do Nascimento, Garrincha hét Manuel Francisco dos Santos, Zico heitir Arthur Antunes Coimbra, Kaká heitir Ricardo Izecson dos Santos Leite og Ronaldinho heitir Ronaldo de Assis Moreira. Það eru til endalaus dæmi. Fullt nafn Endrick er Endrick Felipe Moreira de Sousa en hér eftir er hann bara Bobby. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti