Hinn 27 ára gamli leikmaður var handtekinn fyrir helgi segir í yfirlýsingu Valencia. Samkvæmt ESPN herma heimildir Reuters að fyrstu viðbrögð félagsins séu að sekta leikmanninn, sem er á láni frá Sevilla, og fjarlægja hann úr aðalliðshóp félagsins að svo stöddu.
„Valencia vill ítreka að félagið fordæmir alla tegund ofbeldis, á sama tíma virðum við að samkvæmt lögum okkar er fólk saklaust uns sekt er sönnuð,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
„Félagið mun áfram aðstoða lögregluna við rannsókn málsins,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.
COMUNICADO OFICIAL | RAFA MIR
— Valencia CF (@valenciacf) September 9, 2024
Í síðustu viku var lögð fram ákæra á hendur Rafa Mir eftir að kona sakaði hann um kynferðisofbeldi. Leikmaðurinn fór fyrir dómara en heldur fram sakleysi sínu.
Sá dómari mun nú ásamt lögreglu safna gögnum og ákveða hvort það séu nægileg sönnunargögn til að hægt sé að rétta í málinu. Á meðan þeirri rannsókn stendur má Rafa Mir ekki fara úr landi.