„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:31 Magnús Örn, fyrir miðju. Grótta „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira