Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 12:31 Martin Zubimendi með gullmedalíuna um hálsinn eftir frammistöðu sína í úrslitaleiknum gegn Englandi á EM í sumar. Getty/Sebastian Frej Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun að hafna því að fara til enska knattspyrnurisans Liverpool í sumar. Zubimendi var helsta skotmark Liverpool í sumar en þessi 25 ára gamli leikmaður, sem varð Evrópumeistari með Spáni í sumar, ákvað að halda frekar kyrru fyrir hjá Real Sociedad. Þar hefur hann síðan eignast íslenskan liðsfélaga því spænska félagið keypti Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð í sögu beggja félaga. Zubimendi, sem kom inn á fyrir meiddan Rodri í úrslitaleik EM og stóð sig með stakri prýði, ræddi við spænska blaðið Marca. Hann var meðal annars spurður um hvað félögum hans þætti um alla orðrómana í sumar, og hvort þeir hefðu sagt honum að halda kyrru fyrir: „Vinir mínir vita það alveg að ég mun bara taka bestu ákvörðunina. Það er engin pressa á mér. Real Sociedad er líf mitt, ég held að ég hafi varið helmingi ævinnar hérna. La Real á stóran hluta í mér, þetta er líf mitt,“ sagði Zubimendi sem er samningsbundinn Real Sociedad til sumarsins 2027. 🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024 Liverpool var reiðubúið að greiða þær 60 milljónir evra sem þurfti til að fá leikmanninn og vel má vera að félagið endurnýi áhuga sinn næsta sumar ef Zubimendi spilar áfram jafnvel fyrir Real Sociedad í vetur. Næstu leikir hans verða hins vegar í spænska landsliðsbúningnum því Spánn á fyrir höndum leiki við Serbíu og Sviss í Þjóðadeildinni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Zubimendi var helsta skotmark Liverpool í sumar en þessi 25 ára gamli leikmaður, sem varð Evrópumeistari með Spáni í sumar, ákvað að halda frekar kyrru fyrir hjá Real Sociedad. Þar hefur hann síðan eignast íslenskan liðsfélaga því spænska félagið keypti Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð í sögu beggja félaga. Zubimendi, sem kom inn á fyrir meiddan Rodri í úrslitaleik EM og stóð sig með stakri prýði, ræddi við spænska blaðið Marca. Hann var meðal annars spurður um hvað félögum hans þætti um alla orðrómana í sumar, og hvort þeir hefðu sagt honum að halda kyrru fyrir: „Vinir mínir vita það alveg að ég mun bara taka bestu ákvörðunina. Það er engin pressa á mér. Real Sociedad er líf mitt, ég held að ég hafi varið helmingi ævinnar hérna. La Real á stóran hluta í mér, þetta er líf mitt,“ sagði Zubimendi sem er samningsbundinn Real Sociedad til sumarsins 2027. 🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024 Liverpool var reiðubúið að greiða þær 60 milljónir evra sem þurfti til að fá leikmanninn og vel má vera að félagið endurnýi áhuga sinn næsta sumar ef Zubimendi spilar áfram jafnvel fyrir Real Sociedad í vetur. Næstu leikir hans verða hins vegar í spænska landsliðsbúningnum því Spánn á fyrir höndum leiki við Serbíu og Sviss í Þjóðadeildinni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira