Gæti orðið tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu: „Ekki spurning að ég er með það markmið í huga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:24 Blikakonur fagna einu af mörkum Samönthu. Vísir / Anton Brink „Ég elska að spila með þessum stelpum, við hjálpum hvor annarri og það fór aldeilis vel í dag,“ sagði Samantha Smith, sem gekk á dögunum til liðs við Breiðablik, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi þar sem hún skoraði tvö og lagði upp eitt mark. Þetta var fyrsti leikurinn í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með tveggja stiga forskot á Val sem gerði jafntefli við Þrótt. Samantha var fengin til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans til að fylla upp í skorður sem þjálfarinn fann í framlínunni. Hún kom frá Lengjudeildarliðinu FHL og hefur heldur betur staðist væntingar og komið með kraft inn í liðið. „Þetta hafa verið auðveld skipti því þessar stelpur eru ótrúlega almennilegar og hafa tekið mér opnum örmum. Það hefur reynst mér aðeins erfitt, eða ég hef þurft að venjast, hærra getustigi deildarinnar. En þetta er bara fullkominn hópur til að spila með þannig að ég er ótrúlega ánægð að hafa skipt yfir.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Í dag skoraði hún tvö mörk og lagði eitt upp. „Ég geri mitt besta alla daga við að læra að spila í þessu leikkerfi og með þessum stelpum. Það hefur gengið vel og við erum að spila frábæran fótbolta núna undir lok tímabilsins, þannig að ég er spennt fyrir framhaldinu.“ Framhaldið gæti falið í sér að Samantha verði tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu. FHL er í efsta sæti Lengjudeildarinnar og Breiðablik í efsta sæti Bestu deildarinnar. „Það er draumurinn, en við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig það fer. En ekki spurning að ég er með það markmið í huga. Stelpurnar voru einmitt að tala um það [að Valur hefði tapað stigum og Breiðablik væri efst], við erum mjög spenntar en þurfum að halda áfram og vinna okkar leiki. En þetta er stórt og gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Samantha að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Þetta var fyrsti leikurinn í efri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar eftir úrslit kvöldsins, með tveggja stiga forskot á Val sem gerði jafntefli við Þrótt. Samantha var fengin til félagsins á lokadegi félagaskiptagluggans til að fylla upp í skorður sem þjálfarinn fann í framlínunni. Hún kom frá Lengjudeildarliðinu FHL og hefur heldur betur staðist væntingar og komið með kraft inn í liðið. „Þetta hafa verið auðveld skipti því þessar stelpur eru ótrúlega almennilegar og hafa tekið mér opnum örmum. Það hefur reynst mér aðeins erfitt, eða ég hef þurft að venjast, hærra getustigi deildarinnar. En þetta er bara fullkominn hópur til að spila með þannig að ég er ótrúlega ánægð að hafa skipt yfir.“ View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Í dag skoraði hún tvö mörk og lagði eitt upp. „Ég geri mitt besta alla daga við að læra að spila í þessu leikkerfi og með þessum stelpum. Það hefur gengið vel og við erum að spila frábæran fótbolta núna undir lok tímabilsins, þannig að ég er spennt fyrir framhaldinu.“ Framhaldið gæti falið í sér að Samantha verði tvöfaldur meistari með sitt hvoru liðinu. FHL er í efsta sæti Lengjudeildarinnar og Breiðablik í efsta sæti Bestu deildarinnar. „Það er draumurinn, en við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig það fer. En ekki spurning að ég er með það markmið í huga. Stelpurnar voru einmitt að tala um það [að Valur hefði tapað stigum og Breiðablik væri efst], við erum mjög spenntar en þurfum að halda áfram og vinna okkar leiki. En þetta er stórt og gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Samantha að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira