Kærir UEFA fyrir að nota nýja keppnisfyrirkomulagið án leyfis Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 22:17 Dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag. UEFA Síleskur íþróttafræðingur hefur kært evrópska knattspyrnusambandið UEFA fyrir að nota keppnisfyrirkomulag sem hann kveðst hafa fundið upp. UEFA hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni, þar sem liðum er ekki skipt niður í riðla heldur öllum raðað í 36 liða deild. Þau mætast ekki öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki og safnar stigum eftir árangri. Efstu átta liðin komast beint áfram í úrslitakeppni, næstu sextán lið spila umspilsleik um sæti í úrslitakeppni en síðustu tíu liðin detta úr leik. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér, dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag en niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í Evrópu- og Sambandsdeildina á morgun. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið nefnt svissneska leiðin af UEFA þar sem það svipar mikið til þess sem þekkist í svissneskum skákmótum, en er þó ekki alveg eins. Leandro Shara, síleskur íþróttafræðingur, heldur því fram að hann hafi fundið keppnisfyrirkomulagið upp og eigi skilið viðurkenningu UEFA. Hann hafi þróað það síðan árið 2006 og kynnt það margsinnis síðan 2013, bæði á einkafundum með UEFA og á opinberum ráðstefnum. Þá hefur hann einnig unnið með síleska knattspyrnusambandinu við að hrinda því í framkvæmd í keppnum þar í landi. Shara hefur kært UEFA fyrir að nota fyrirkomulagið án hans leyfis og brjóta gegn höfundarrétti. Hann hefur einnig farið mikinn í gagnrýni á UEFA á samfélagsmiðlum. Simple question: By who and when was the format was "figured out"? UEFA keeps saying it was a long process of consultation, but at the end someone had to come up with the idea and write it down. Who? https://t.co/rEVMgy6S7i— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 UEFA now says the claim are "baseless", yet they are not referring to any claim and say in a very superior manner "it is hardly worth the effort".Doesn't the football world deserve a transparency? Why don't they answer the questions? https://t.co/41B01UVWFi— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 Hann krefst þess í kærunni að MatchVision, fyrirtæki hans, og þremur starfsmönnum þess verði boðið á viðburði UEFA til að tala um fyrirkomulagið sem þeir fundu upp og þeim verði greitt fyrir höfundarréttinn. UEFA hafði til hádegis í dag að bregðast við kröfunum en gerði það ekki og segir engan fót fyrir málflutningi Shara. Lögsóknarferli er því framundan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
UEFA hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag í Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeildinni, þar sem liðum er ekki skipt niður í riðla heldur öllum raðað í 36 liða deild. Þau mætast ekki öll innbyrðis heldur fær hvert lið átta leiki og safnar stigum eftir árangri. Efstu átta liðin komast beint áfram í úrslitakeppni, næstu sextán lið spila umspilsleik um sæti í úrslitakeppni en síðustu tíu liðin detta úr leik. Nánar má lesa um fyrirkomulagið hér, dregið var í deildarkeppni Meistaradeildarinnar í dag en niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í Evrópu- og Sambandsdeildina á morgun. Þetta nýja fyrirkomulag hefur verið nefnt svissneska leiðin af UEFA þar sem það svipar mikið til þess sem þekkist í svissneskum skákmótum, en er þó ekki alveg eins. Leandro Shara, síleskur íþróttafræðingur, heldur því fram að hann hafi fundið keppnisfyrirkomulagið upp og eigi skilið viðurkenningu UEFA. Hann hafi þróað það síðan árið 2006 og kynnt það margsinnis síðan 2013, bæði á einkafundum með UEFA og á opinberum ráðstefnum. Þá hefur hann einnig unnið með síleska knattspyrnusambandinu við að hrinda því í framkvæmd í keppnum þar í landi. Shara hefur kært UEFA fyrir að nota fyrirkomulagið án hans leyfis og brjóta gegn höfundarrétti. Hann hefur einnig farið mikinn í gagnrýni á UEFA á samfélagsmiðlum. Simple question: By who and when was the format was "figured out"? UEFA keeps saying it was a long process of consultation, but at the end someone had to come up with the idea and write it down. Who? https://t.co/rEVMgy6S7i— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 UEFA now says the claim are "baseless", yet they are not referring to any claim and say in a very superior manner "it is hardly worth the effort".Doesn't the football world deserve a transparency? Why don't they answer the questions? https://t.co/41B01UVWFi— Leandro Shara (@LeandroShara) August 29, 2024 Hann krefst þess í kærunni að MatchVision, fyrirtæki hans, og þremur starfsmönnum þess verði boðið á viðburði UEFA til að tala um fyrirkomulagið sem þeir fundu upp og þeim verði greitt fyrir höfundarréttinn. UEFA hafði til hádegis í dag að bregðast við kröfunum en gerði það ekki og segir engan fót fyrir málflutningi Shara. Lögsóknarferli er því framundan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira