Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:55 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er ómyrkur í máli þegar kemur að Búrfellslundi. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ Þetta segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Bændablaðinu um fyrirhugaðan vindmyllugarð við Búrfell. Sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur gagnrýnt áform um svokallaðan Búrfellslund en Haraldur fordæmir meðal annars að á meðan vindmyllugarðurinn muni hafa áhrif á þrjú sveitarfélög hafi aðeins eitt þeirra, Rangárþing ytra, stjórnsýslulega aðkomu að málinu. „Við viljum meina að skuggavarpið og hljóðmengunin sé takmörkun á landnotkun okkar sveitarfélags,“ segir Haraldur. Hann gagnrýnir einnig að nú þegar sé búið að selja orkuna en Landsvirkjun hafi gert orkusamning við Laxey í Vestmannaeyjum þar sem ein af forsendunum er sú að Búrfellslundur verði kominn í notkun í árslok 2026. Haraldur segir ávinning nærsamfélagsins af vindorkugörðum engan. Um sé að ræða enn eitt orkuverið sem rísi á landsbyggðinni þar sem efnahagslegu áhrifin og ávinningurinn verða annars staðar. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær. Uppsett afl sem framleitt er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er yfir 500 megavött. Það er nóg fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi ef þú undanskilur þessa ellefu viðskiptavini sem eru stórnotendur. Ávinningur okkar af þessari starfsemi er ekki til staðar. Það er komið að skuldadögum í þessum málum, við munum ekki sætta okkur við óbreytt ástand,“ segir Haraldur. Hér má finna umfangsmikla umfjöllun Bændablaðsins um málið. Orkumál Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Þetta segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Bændablaðinu um fyrirhugaðan vindmyllugarð við Búrfell. Sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur gagnrýnt áform um svokallaðan Búrfellslund en Haraldur fordæmir meðal annars að á meðan vindmyllugarðurinn muni hafa áhrif á þrjú sveitarfélög hafi aðeins eitt þeirra, Rangárþing ytra, stjórnsýslulega aðkomu að málinu. „Við viljum meina að skuggavarpið og hljóðmengunin sé takmörkun á landnotkun okkar sveitarfélags,“ segir Haraldur. Hann gagnrýnir einnig að nú þegar sé búið að selja orkuna en Landsvirkjun hafi gert orkusamning við Laxey í Vestmannaeyjum þar sem ein af forsendunum er sú að Búrfellslundur verði kominn í notkun í árslok 2026. Haraldur segir ávinning nærsamfélagsins af vindorkugörðum engan. Um sé að ræða enn eitt orkuverið sem rísi á landsbyggðinni þar sem efnahagslegu áhrifin og ávinningurinn verða annars staðar. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær. Uppsett afl sem framleitt er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er yfir 500 megavött. Það er nóg fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi ef þú undanskilur þessa ellefu viðskiptavini sem eru stórnotendur. Ávinningur okkar af þessari starfsemi er ekki til staðar. Það er komið að skuldadögum í þessum málum, við munum ekki sætta okkur við óbreytt ástand,“ segir Haraldur. Hér má finna umfangsmikla umfjöllun Bændablaðsins um málið.
Orkumál Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira