Barcelona óttast að táningurinn hafi slitið krossband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 10:31 Sjúkraþjálfarar Barcelona hjálpa hér Marc Bernal af velli í gær en hann er alveg niðurbrotinn. Getty/Denis Doyle Barcelona varð fyrir áfalli í gær þegar ungstirnið Marc Bernal meiddist í leik liðsins á móti Rayo Vallecano í spænsku deildinni. Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Sjá meira
Barcelona vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Dani Olmo í sinum fyrsta leik með félaginu. Slæmu fréttirnar voru auðvitað meiðsli hins sautján ára gamla Bernal sem hefur verið að gera mjög góða hluti á miðju liðsins. Bernal meiddist á hné undir lok leiksins og Hansi Flick þjálfari óttast það versta. Það lítur út fyrir að krossbandið hafi slitnað. 🚨🔵🔴 Barça talent Marc Bernal has torn his ACL during the game vs Rayo Vallecano.He’s expected to be out for several months with formal confirmation on Wednesday.Get well soon, Marc! ❤️🤜🏻🤛🏻 pic.twitter.com/HrgCDZBdjw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2024 „Þetta er sorglegur sigur því Marc Bernal er meiddur og það lítur ekki vel út. Við verðum samt að bíða og sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Við unnum sem er gott mál en eftir svona meiðsli er enginn ánægður í klefanum,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Barcelona, eftir leikinn. „Þetta er ekki gott. Hann átti frábæran leik. Sautján ára strákur með svona frammistöðu. Þetta er sárt,“ sagði Flick. Bernal heillaði Flick á undirbúningstímabilinu og spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í fyrstu umferðinni. Hann hefur haldið sæti sínu og liðið hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína. Bernal er einn af þremur sautján ára strákum í byrjunarliði Barcelona en hinir eru varnarmaðurinn Pau Cubarsí og vængmaðurinn Lamine Yamal. Það er líka farinn að þynnast hópurinn hjá miðjumönnum Barcelona. Frenkie de Jong og Gavi eru meiddir og Ilkay Güngodan fór á dögunum aftur til Manchester City. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Sjá meira