Galatasaray beið afhroð geng Young Boys Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 21:36 Icardi var lengi vel einn eftirsóttasti framherji Evrópu en tókst hins vegar ekki að skora í kvöld. Hakan Akgun/Getty Images Rándýrt lið Galatasaray mun ekki spila í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Young Boys frá Sviss í kvöld. Heimamenn í Galatasaray þurftu að vinna leikinn með tveggja marka mun en enduðu á að tapa 0-1. Svisslendingarnir unnu fyrri leik liðanna 3-2 og því þurftu heimamenn í Galatasaray heldur betur að spýta í lófana fyrir leik kvöldsins. Annað kom á daginn en heimaliðið var hvorki fugl né fiskur. Gestirnir skoruðu eftir rúman hálftíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan því markalaus í hálfleik. Það fór svo allt í bál og brand eftir að Alan Virginius skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu. Örskömmu síðar var hinn reyndi Fernando Muslera, markvörður heimaliðsins, rekinn af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun. Sigurinn var gestanna sem og sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Young Boys vann einvígið samtals 4-2 og sætið svo sannarlega skilið. 𝑱𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨!!! 💛🖤YB erreicht die Champions League! Zum vierten Mal in der Vereinsgeschichte erreichen die Young Boys die Champions League. Alan Virginius schoss den wichtigen Treffer zum 1:0-Sieg im Rückspiel bei Galatasaray! 🤩#bscyb #ybforever #gsyb #ucl pic.twitter.com/1tzpjoXh6O— BSC YOUNG BOYS (@BSC_YB) August 27, 2024 Þetta er mikið högg fyrir Galatasaray sem eins og áður sagði hefur eytt gríðarlegum fjármunum í lið sitt. Meðal leikmanna í liðinu eru framherjarnir Mauro Icardi, Michy Batshuayi og Dries Mertens. Þá var Lucas Torrera á miðri miðjunni og Hakim Ziyech á hægri vængnum. Að endingu má nefna Danina tvo sem kostuðu þó nokkrar milljónir evra; Victor Nelson og Elias Jelert. Ásamt Young Boys eru Salzburg frá Austurríki og Slavia Prag komin í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á kostnaði Dynamo Kiev og Malmö. Tapliðin þrjú fara í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Svisslendingarnir unnu fyrri leik liðanna 3-2 og því þurftu heimamenn í Galatasaray heldur betur að spýta í lófana fyrir leik kvöldsins. Annað kom á daginn en heimaliðið var hvorki fugl né fiskur. Gestirnir skoruðu eftir rúman hálftíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan því markalaus í hálfleik. Það fór svo allt í bál og brand eftir að Alan Virginius skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu. Örskömmu síðar var hinn reyndi Fernando Muslera, markvörður heimaliðsins, rekinn af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun. Sigurinn var gestanna sem og sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Young Boys vann einvígið samtals 4-2 og sætið svo sannarlega skilið. 𝑱𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨!!! 💛🖤YB erreicht die Champions League! Zum vierten Mal in der Vereinsgeschichte erreichen die Young Boys die Champions League. Alan Virginius schoss den wichtigen Treffer zum 1:0-Sieg im Rückspiel bei Galatasaray! 🤩#bscyb #ybforever #gsyb #ucl pic.twitter.com/1tzpjoXh6O— BSC YOUNG BOYS (@BSC_YB) August 27, 2024 Þetta er mikið högg fyrir Galatasaray sem eins og áður sagði hefur eytt gríðarlegum fjármunum í lið sitt. Meðal leikmanna í liðinu eru framherjarnir Mauro Icardi, Michy Batshuayi og Dries Mertens. Þá var Lucas Torrera á miðri miðjunni og Hakim Ziyech á hægri vængnum. Að endingu má nefna Danina tvo sem kostuðu þó nokkrar milljónir evra; Victor Nelson og Elias Jelert. Ásamt Young Boys eru Salzburg frá Austurríki og Slavia Prag komin í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á kostnaði Dynamo Kiev og Malmö. Tapliðin þrjú fara í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira