Barcelona nýtir sér meiðsli leikmanns til að skrá Olmo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Dani Olmo þegar hann var kynntur til leiks hjá Barcelona. Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í spænsku deildinni. Getty/Jose Breton Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær væntanlega að spila með Barcelona í kvöld eftir að félaginu tókst loksins að finna leið til að skrá hann inn hjá spænsku deildinni. Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs. Spænski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs.
Spænski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira