Barcelona nýtir sér meiðsli leikmanns til að skrá Olmo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Dani Olmo þegar hann var kynntur til leiks hjá Barcelona. Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í spænsku deildinni. Getty/Jose Breton Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær væntanlega að spila með Barcelona í kvöld eftir að félaginu tókst loksins að finna leið til að skrá hann inn hjá spænsku deildinni. Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira