Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 23:02 „Bobby“ fagnaði marki sínu vel og innilega. Mateo Villalba/Getty Images Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira