Juventus og Atalanta byrja á stórsigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2024 21:34 Byrja af krafti. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Atalanta og Juventus hefja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á öruggum sigrum. Á Spáni gerðu Atlético Madríd og Villareal 2-2 jafntefli. Atalanta hefur undanfarin ár verið með skemmtilegri liðum Serie A og á því virðist engin breyting ætla að verða á. Liðið sótti Lecce heim í kvöld og vann 4-0 stórsigur. Athygli vekur að Ademola Lookman, hetja liðsins í sigrinum á Bayer Leverkusen í úrslitum Evrópudeildarinnar í vor, var ekki með í kvöld þar sem hann er orðaður við stórlið París Saint-Germain. Í fjarveru Lookmans þá stigu Marco Brescianini og Mateo Retegui upp. Báðir skoruðu tvö mörk í gríðarlega þægilegum sigri gestanna. Á sama tíma fór Juventus illa með nýliða Como sem voru hrent út sagt engin fyrirstaða. Lokatölur 3-0 en sigurinn hefði getað verið stærri þar sem mark var dæmt af Dušan Vlahović í síðari hálfleik þegar staðan var orðin 2-0. Þar áður hafði hinn tvítugi Samuel Mbangula komið heimamönnum yfir og Timothy Weah tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var svo í uppbótartíma síðari hálfleiks sem Andrea Cambiaso skoraði eftir sendingu Mbangula, lokatölur 3-0 og Thiago Motta byrjar veru sína hjá Juventus á sigri. Í spænsku úrvalsdeildinni gerðu Villareal og Atl. Madríd jafntefli þar sem öll fjögur mörkin komu í fyrri hálfleik, lokatölur 2-2. Arnaut Danjuma kom Villareal yfir, Marcos Llorente jafnaði metin áður en Koke varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og heimaliðið komið 2-1 yfir. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Alexander Sørloth jafnaði metin. Staðan 2-2 í hálfleik og þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik þá reyndust það lokatölur. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Atalanta hefur undanfarin ár verið með skemmtilegri liðum Serie A og á því virðist engin breyting ætla að verða á. Liðið sótti Lecce heim í kvöld og vann 4-0 stórsigur. Athygli vekur að Ademola Lookman, hetja liðsins í sigrinum á Bayer Leverkusen í úrslitum Evrópudeildarinnar í vor, var ekki með í kvöld þar sem hann er orðaður við stórlið París Saint-Germain. Í fjarveru Lookmans þá stigu Marco Brescianini og Mateo Retegui upp. Báðir skoruðu tvö mörk í gríðarlega þægilegum sigri gestanna. Á sama tíma fór Juventus illa með nýliða Como sem voru hrent út sagt engin fyrirstaða. Lokatölur 3-0 en sigurinn hefði getað verið stærri þar sem mark var dæmt af Dušan Vlahović í síðari hálfleik þegar staðan var orðin 2-0. Þar áður hafði hinn tvítugi Samuel Mbangula komið heimamönnum yfir og Timothy Weah tvöfaldaði forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var svo í uppbótartíma síðari hálfleiks sem Andrea Cambiaso skoraði eftir sendingu Mbangula, lokatölur 3-0 og Thiago Motta byrjar veru sína hjá Juventus á sigri. Í spænsku úrvalsdeildinni gerðu Villareal og Atl. Madríd jafntefli þar sem öll fjögur mörkin komu í fyrri hálfleik, lokatölur 2-2. Arnaut Danjuma kom Villareal yfir, Marcos Llorente jafnaði metin áður en Koke varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og heimaliðið komið 2-1 yfir. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem Alexander Sørloth jafnaði metin. Staðan 2-2 í hálfleik og þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik þá reyndust það lokatölur.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira