Fengu að heyra það frá Ancelotti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:40 Carlos Ancelotti, þjálfari Real Madrid, gengur ósáttur af velli eftir leikinn við RCD Mallorca í gær. Getty/Oscar J Barroso Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var allt annað en ánægður með hugarfar leikmanna sinna eftir að Real náði bara jafntefli á móti Mallorca í fyrsta leiknum á nýju tímabili. Rodrygo kom Real Madrid í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútur en í stað þess að klára leikinn þá fengu Real menn á sig jöfnunarmark og töpuðu því tveimur stigum. Við erum ekki ánægðir í dag „Það vantaði allt jafnvægi í okkar leik í seinni hálfleik. Við gáfum færi á okkur í skyndisóknum og fyrirgjöfum. Þetta var ekki góður leikur. Við verðum að verjast betur og um fram allt að ná betra jafnvægi í okkar lið á vellinum,“ sagði Carlo Ancelotti. ESPN segir frá. „Við erum ekki ánægðir í dag. Ég vil samt ekki koma með neina afsakanir. Við verðum bara að gera betur og vera með betra hugarfar. Við getum samt lært mikið af þessum leik því það var augljóst að við glímum við vandamál,“ sagði Ancelotti. Ancelotti hrósaði liði Mallorca og nýja þjálfara þess Jagoba Arrasate. Ancelotti sagði líka úrslitin hafa verið sanngjörn. Betra hugarfar „Varnarleikurinn var ekki góður og það var erfitt fyrir okkur að vinna boltann aftur eftir að við töpuðum honum. Við verðum að bæta okkur þar og þegar ég er að tala um varnarleikinn þá er ég að tala um betra hugarfar og meiri samstöðu,“ sagði Ancelotti. „Liðið mitt var of opið. Við verðum að ná upp betri einbeitingu og spila þéttar. Fólk heldur kannski að þetta sé vandamál hjá framherjunum en þegar framherjarnir pressa, þá hjálpa ekki miðjumennirnir og varnarmennirnir halda sig of aftarlega. Þetta er því ekki eitt frekar en annað,“ sagði Ancelotti. Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira
Rodrygo kom Real Madrid í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútur en í stað þess að klára leikinn þá fengu Real menn á sig jöfnunarmark og töpuðu því tveimur stigum. Við erum ekki ánægðir í dag „Það vantaði allt jafnvægi í okkar leik í seinni hálfleik. Við gáfum færi á okkur í skyndisóknum og fyrirgjöfum. Þetta var ekki góður leikur. Við verðum að verjast betur og um fram allt að ná betra jafnvægi í okkar lið á vellinum,“ sagði Carlo Ancelotti. ESPN segir frá. „Við erum ekki ánægðir í dag. Ég vil samt ekki koma með neina afsakanir. Við verðum bara að gera betur og vera með betra hugarfar. Við getum samt lært mikið af þessum leik því það var augljóst að við glímum við vandamál,“ sagði Ancelotti. Ancelotti hrósaði liði Mallorca og nýja þjálfara þess Jagoba Arrasate. Ancelotti sagði líka úrslitin hafa verið sanngjörn. Betra hugarfar „Varnarleikurinn var ekki góður og það var erfitt fyrir okkur að vinna boltann aftur eftir að við töpuðum honum. Við verðum að bæta okkur þar og þegar ég er að tala um varnarleikinn þá er ég að tala um betra hugarfar og meiri samstöðu,“ sagði Ancelotti. „Liðið mitt var of opið. Við verðum að ná upp betri einbeitingu og spila þéttar. Fólk heldur kannski að þetta sé vandamál hjá framherjunum en þegar framherjarnir pressa, þá hjálpa ekki miðjumennirnir og varnarmennirnir halda sig of aftarlega. Þetta er því ekki eitt frekar en annað,“ sagði Ancelotti.
Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira