Faðir Yamals stunginn eftir rifrildi við hóp manna: „Verð að vera rólegri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 09:31 Feðgarnir saman eftir sigur spænska liðsins á Evrópumótinu í sumar þar sem Lamine Yamal var valinn besti ungi leikmaðurinn. Getty/Jean Catuffe Mounir Nasraoui, faðir spænska undrabarnsins Lamine Yamal, er allur að koma til eftir að hafa verið stunginn á bílastæði í vikunni. Sonur hans Lamine Yamal hefur slegið í gegn, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann er samt bara nýorðinn sautján ára gamall. Fyrir vikið hefur faðir hans öðlast frægð líka. Lögreglan í Barcelona segir að Nasraoui hafi verið stunginn nokkrum sinnum og hann var í lífshættu. Hann náði sér þó það vel að daginn eftir var hann í sjónvarpsviðtali frá sjúkrarúmi sínu. Umsjónarmaður þáttarins hringdi í hann. „Ég þakka guði fyrir að þeir fóru bara með mig upp á sjúkrahús. Mér líður aðeins betur núna. Ég vil þakka öllum fyrir kveðjurnar,“ sagði Nasraoui í viðtalinu samkvæmt frétt AS. Hann var gestur í sjónvarpsþættinum El Chiringuito. La Vanguardia segir frá því að Nasraoui hafi verið að ganga úti með hundinn sinn þegar hann fór að rífast við hóp manna. Það endaði illa. Hann segist þurfa að passa sig betur. „Ég verð að vera rólegri. Það er betra fyrir alla, bæði fyrir mig sjálfan og mína fjölskyldu. Ég hef enga aðra möguleika en að róa mig niður,“ sagði Nasraoui. Þrír voru handteknir vegna árásarinnar og þess fjórða er enn leitað. „Ég var þarna á milli lífs og dauða. Auðvitað var ég hræddur eins og hver önnur manneskja væri í slíkum aðstæðum. Ég veit ekki hvenær ég verð útskrifaður af spítalanum en ég vona að það sé sem fyrst,“ sagði Nasraoui. Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira
Sonur hans Lamine Yamal hefur slegið í gegn, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann er samt bara nýorðinn sautján ára gamall. Fyrir vikið hefur faðir hans öðlast frægð líka. Lögreglan í Barcelona segir að Nasraoui hafi verið stunginn nokkrum sinnum og hann var í lífshættu. Hann náði sér þó það vel að daginn eftir var hann í sjónvarpsviðtali frá sjúkrarúmi sínu. Umsjónarmaður þáttarins hringdi í hann. „Ég þakka guði fyrir að þeir fóru bara með mig upp á sjúkrahús. Mér líður aðeins betur núna. Ég vil þakka öllum fyrir kveðjurnar,“ sagði Nasraoui í viðtalinu samkvæmt frétt AS. Hann var gestur í sjónvarpsþættinum El Chiringuito. La Vanguardia segir frá því að Nasraoui hafi verið að ganga úti með hundinn sinn þegar hann fór að rífast við hóp manna. Það endaði illa. Hann segist þurfa að passa sig betur. „Ég verð að vera rólegri. Það er betra fyrir alla, bæði fyrir mig sjálfan og mína fjölskyldu. Ég hef enga aðra möguleika en að róa mig niður,“ sagði Nasraoui. Þrír voru handteknir vegna árásarinnar og þess fjórða er enn leitað. „Ég var þarna á milli lífs og dauða. Auðvitað var ég hræddur eins og hver önnur manneskja væri í slíkum aðstæðum. Ég veit ekki hvenær ég verð útskrifaður af spítalanum en ég vona að það sé sem fyrst,“ sagði Nasraoui.
Spænski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira