„Karakter að koma til baka“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:21 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/diego „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Þór/KA var betra liðið í fyrri hálfleik og uppskar mark á 37. mínútu þegar Margrét Árnadóttir skoraði. Það liðu þó ekki nema þrjár mínútur þar til Stjarnan hafði jafnað eftir mistök Hörpu Jóhannsdóttir í marki Þór/KA. „Manni leið í hálfleik eins og við hefðum átt að vera búnar að setja þennan leik í rúmið, breiða yfir og slökkva ljósin. Samt sem áður fórum við inn í hálfleikinn með 1-1. Það var ekki góð tilfinning.“ Stjarnan komst yfir í seinni hálfleik og leiddi lengst af 2-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði Sandra María Jessen. „Í heildina er eg ánægður með stelpurnar, það er karakter að koma til baka. Stjörnuliðið er í hörku baráttu og búið að snúa sínu gengi við þannig við eigum að vera sáttar með stig á móti þeim. Ég vona að þetta hafi verið fjörugur leikur, ég vona að fólkið sem kom hérna hafi bara haft gaman af. Við fórum illa með góð færi en það jákvæða við það er að við vorum að búa þau til.“ Þór/KA hefur fengið á sig sjö mörk í leikjunum tveimur á undan þessum og bætust tvö við í dag. „Við höfum verið góðar í því að skora, tvö mörk í dag og í síðasta leik. Þar áður skoruðum við þrjú mörk en vandamálið er að við erum alltaf að fá á okkur mörk og yfirleitt þegar mörk eru skoruð eru það einhvers konar mistök sem við þurfum að koma í veg fyrir.“ Framundan er síðasti leikurinn í deildarkeppninni á móti Fylkir. „Við þurfum að klára þennan síðasta leik í deildarkeppninni og ég held að ef við klárum hann að þá erum við nokkuð öruggar með þriðja sætið sem varð markmiðið okkar snemma í mótinu þar sem Breiðablik og Valur eru of langt frá okkur. Það þýðir þrír heimaleikir en ekki tveir, í fyrra fengum við bara tvo. Gott markmið að ná þriðja og við ætlum að ná því.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira