Kristín er nýsnúin aftur til Breiðabliks og verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum á morgun gegn Val.
Þar sem þessi stórleikur er framundan var brugðið aðeins út af vana og hitað upp fyrir hann líka, sem og deildarleikina að sjálfsögðu.
Kristín Anna er fyrrum landsliðskona í bæði handbolta og fótbolta. Var markahæst og valin leikmaður ársins í efstu deild í fótbolta árið 1986, en þá spilaði hún með Val. Hún á tvær dætur í Breiðabliksliðinu, fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir er systir Kristínar Dísar.
Eðlilega gætu því vaknað blendnar tilfinningar fyrir Kristínu að horfa á liðið sem hún spilaði með í mörg ár mæta liðinu sem dætur hennar hafa alist upp í. Við því átti hún einfalt svar:
„Auðvitað fylgir maður alltaf börnunum, ég held að það sé ekki spurning og það hefur alltaf verið þannig. Bara frá að því að þær byrja að spila hefur Blikahjartað slegið, þegar þær eru inni á vellinum,“ sagði Kristín.
Farið var um víðan völl í veglegum upphitunarþætti sem má sjá í spilaranum hér að ofan.