Hákon Arnar og félagar slógu lærisveina Mourinho úr Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 20:12 Hákon Arnar í leik kvöldsins. Ahmad Mora/Getty Images Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið sótti José Mourinho og lærisveina hans í Fenerbahçe út í forkeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu. Þá var Elías Rafn Ólafsson í marki Midtjylland þegar liðið sló Ferencvárosi frá Ungverjalandi úr leik. Hákon Arnar og félagar voru marki yfir eftir fyrri leik liðanna í Frakklandi og lengi vel stefndi í að liðið myndi tryggja sig áfram í venjulegum leiktíma. Hákon Arnar nældi sér í gult spjald undir lok venjulegs leiktíma en þegar komið var eina mínútu inn í uppbótartíma leiksins skoruðu heimamenn mark sem þýddi að leikurinn fór í framlengingu. Markið var heldur klaufalegt en um var að ræða sjálfsmark Bafode Diakite eftir að gamla brýnið Edin Džeko böðlaði boltanum í Diakite og þaðan í netið. Staðan því 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Hákon Arnar var ekinn af velli á 98. mínútu en tíu mínútum síðar urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Aissa Mandi var sendur í bað eftir gróft brot. Dramatíkinni var þó ekki lokið þar sem Lille fékk vítaspyrnu undir lok framlengingarinnar. Jonathan David skoraði úr spyrnunni og tryggði Lille ótrúlegan sigur og Lille því komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir annað hvort Slavía Prag frá Tékklandi eða Union Saint-Gilloise frá Belgíu. ❌ Jose Mourinho's Fenerbahce have been knocked out of the Champions League third qualifying round by Lille.Mourinho's side go into the Europa League group stage. pic.twitter.com/ZISvWGYzLE— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 13, 2024 Elías Rafn og félagar í Midtjylland eru einnig komnir í umspil eftir jafntefli í Ungverjalandi þar sem íslenski markvörðurinn fór hamförum. Midtjylland mætir Slovan Bratislava í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu. 🖤❤️#FTCFCM pic.twitter.com/RpVske0TaA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) August 13, 2024 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Hákon Arnar og félagar voru marki yfir eftir fyrri leik liðanna í Frakklandi og lengi vel stefndi í að liðið myndi tryggja sig áfram í venjulegum leiktíma. Hákon Arnar nældi sér í gult spjald undir lok venjulegs leiktíma en þegar komið var eina mínútu inn í uppbótartíma leiksins skoruðu heimamenn mark sem þýddi að leikurinn fór í framlengingu. Markið var heldur klaufalegt en um var að ræða sjálfsmark Bafode Diakite eftir að gamla brýnið Edin Džeko böðlaði boltanum í Diakite og þaðan í netið. Staðan því 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Hákon Arnar var ekinn af velli á 98. mínútu en tíu mínútum síðar urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Aissa Mandi var sendur í bað eftir gróft brot. Dramatíkinni var þó ekki lokið þar sem Lille fékk vítaspyrnu undir lok framlengingarinnar. Jonathan David skoraði úr spyrnunni og tryggði Lille ótrúlegan sigur og Lille því komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir annað hvort Slavía Prag frá Tékklandi eða Union Saint-Gilloise frá Belgíu. ❌ Jose Mourinho's Fenerbahce have been knocked out of the Champions League third qualifying round by Lille.Mourinho's side go into the Europa League group stage. pic.twitter.com/ZISvWGYzLE— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 13, 2024 Elías Rafn og félagar í Midtjylland eru einnig komnir í umspil eftir jafntefli í Ungverjalandi þar sem íslenski markvörðurinn fór hamförum. Midtjylland mætir Slovan Bratislava í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu. 🖤❤️#FTCFCM pic.twitter.com/RpVske0TaA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) August 13, 2024
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira