Sigmundur yrði líklega skutlaður af Kristjáni Loftssyni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 10:09 Sigmundur er hvergi banginn og lætur ákúrur samstarfsfélaga síns ekki á sig fá. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er byrjaður í megrunarátaki. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ófyrirleitinn brandara samstarfsfélaga og stefnir á að prófa sjósund. Hann segist hræddur við nálar og því eigi megrunarlyf ekki við hann. „Ég er aftur byrjaður í átaki og ekki veitti af. Ég á það til að bæta töluvert á mig, missti þrjátíu kíló fyrir nokkru en svo komu tuttugu aftur. Nú er ég aftur að byrja og ég var náttúrulega búinn að fá ákúru hjá einum manni í þingflokknum fyrir að vera of feitur. Og sá er ekkert vaxinn eins og maraþonhlaupari,“ segir Sigmundur í gríni í samtali við Vísi. Fengið margar áskoranir um sjósund Færsla Sigmundar á Facebook um átakið hefur vakið mikla athygli. Þar fer Sigmundur á kostum, ræðir átakið á léttum nótum og segist meðal annars ætla að prófa sjósund. „Ónefndur maður í þingflokknum varaði mig við því að gera það. Hann sagði að þá myndi Kristján Loftsson líklega skutla mig,“ skrifar Sigmundur í færslunni sem þykir meiriháttar fyndin. „Nú væri gott að hafa strangari lög um hatursorðræðu.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.Vísir/Vilhelm Eins og alþjóð veit er Miðflokkurinn tveggja manna þingflokkur um þessar mundir þó flokkurinn mælist sá þriðji stærsti í skoðanakönnunum. Því kemur einungis einn til greina, Bergþór Ólason samstarfsmaður Sigmundar og annar þingmaður Miðflokksins. „Síðan kom ég með þessa hugmynd um að láta loksins verða af því að fara í sjósund. Ég hef fengið margar áskoranir frá fólki, sem er alveg háð sjósundinu,“ útskýrir Sigmundur. Tal hans og Bergþórs hafi borist að þessu átaki. „Svo segi ég honum frá þessu. Hann hugsar sig ekkert um. Segir mér bara að gera það ekki!“ segir Sigmundur á léttu nótunum. Til í að vera friðaður Færsla Sigmundar um óprúttinn húmor samstarfsfélaga síns á þingi fær ýmsa til að leggja orð í belg. Þar á meðal kollega þeirra Jakobs Frímanns Magnússonar þingmanns Flokks fólksins. Hann segir að Sigmundar yrði sárt saknað ef svo illa færi að hann yrði skutlaður. „Ég læt nú tafarlaust tæma allt loft úr loftbyssum Kristjáns Loftssonar og fel síðan Hjálpræðishernum að standa um þig dyggan võrð hér eftir, því síst megum við fylgjendur skops og skerpu á þingi við neinum atgervismissi á þessum viðsjárverðu tímum!“ Sigmundur segist ánægður með stuðninginn. „Það var gaman að sjá þennan mikla stuðning, meðal annars frá Jakobi. Ég er alveg til í að vera friðaður.“ Bergþór þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann heyrði af sjósundspælingum Sigmundar.Vísir/Vilhelm Mataræðið verði að fylgja Sigmundur segist þó hvergi banginn þrátt fyrir grínið. Hann ætli út að labba, borða meira kjöt og sleppa kolvetnum. Aðalatriðið segir Sigmundur þó að sé mataræðið. „Það er mikilvægt að hreyfa sig, það þarf að gera en maður léttist ekki öðruvísi en að taka á mataræðinu. Ég er mikill kolvetnafíkill sem er ekki til þess fallið að hjálpa,“ útskýrir Sigmundur. Hann segir aðalatriðið að borða sem minnst. Kjöt og grænmeti. Þetta sé spurning um aga og segir Sigmundur að það hafi aldrei virkað vel fyrir hann að vera með undanþágur. „Þá hefst þetta allt og getur gerst á tiltölulega skömmum tíma. Nú gilda bara ákveðnar reglur og sleppa nammidögum. Þá er fljótt hvetjandi að sjá kílóin fara. Það heldur manni gangandi. Ef maður breytir mataræðinu þá getur þetta gerst býsna hratt.“ Hræddur við nálar Sigmundur segist ekki hafa íhugað alvarlega að prófa megrunarlyf, líkt og Ozempic. „Mér skilst að maður þurfi að sprauta sig með því. Ég er hræddur við nálar.“ Hann segist þó auðvitað hafa velt því fyrir sér. Það sé líklega ekki eitthvað sem henti honum. „En þetta er örugglega mjög gott fyrir þá sem hafa verið lengi í vanda. Það er ekki mjög gaman að vera feitur, það er örugglega hollara að taka lyf.“ Sigmundur segir að þingveturinn leggist mjög vel í sig. Það verði áhugavert að sjá hvernig þingstörf fara fram. „Ríkisstjórnin fellur ekki strax, fellur ekki fyrr en landsþing VG fer fram. VG pínir Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn lætur það yfir sig ganga. Svo mun einhver flokkanna velja rétta tilefnið til að slíta þessu.“ Grín og gaman Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er aftur byrjaður í átaki og ekki veitti af. Ég á það til að bæta töluvert á mig, missti þrjátíu kíló fyrir nokkru en svo komu tuttugu aftur. Nú er ég aftur að byrja og ég var náttúrulega búinn að fá ákúru hjá einum manni í þingflokknum fyrir að vera of feitur. Og sá er ekkert vaxinn eins og maraþonhlaupari,“ segir Sigmundur í gríni í samtali við Vísi. Fengið margar áskoranir um sjósund Færsla Sigmundar á Facebook um átakið hefur vakið mikla athygli. Þar fer Sigmundur á kostum, ræðir átakið á léttum nótum og segist meðal annars ætla að prófa sjósund. „Ónefndur maður í þingflokknum varaði mig við því að gera það. Hann sagði að þá myndi Kristján Loftsson líklega skutla mig,“ skrifar Sigmundur í færslunni sem þykir meiriháttar fyndin. „Nú væri gott að hafa strangari lög um hatursorðræðu.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.Vísir/Vilhelm Eins og alþjóð veit er Miðflokkurinn tveggja manna þingflokkur um þessar mundir þó flokkurinn mælist sá þriðji stærsti í skoðanakönnunum. Því kemur einungis einn til greina, Bergþór Ólason samstarfsmaður Sigmundar og annar þingmaður Miðflokksins. „Síðan kom ég með þessa hugmynd um að láta loksins verða af því að fara í sjósund. Ég hef fengið margar áskoranir frá fólki, sem er alveg háð sjósundinu,“ útskýrir Sigmundur. Tal hans og Bergþórs hafi borist að þessu átaki. „Svo segi ég honum frá þessu. Hann hugsar sig ekkert um. Segir mér bara að gera það ekki!“ segir Sigmundur á léttu nótunum. Til í að vera friðaður Færsla Sigmundar um óprúttinn húmor samstarfsfélaga síns á þingi fær ýmsa til að leggja orð í belg. Þar á meðal kollega þeirra Jakobs Frímanns Magnússonar þingmanns Flokks fólksins. Hann segir að Sigmundar yrði sárt saknað ef svo illa færi að hann yrði skutlaður. „Ég læt nú tafarlaust tæma allt loft úr loftbyssum Kristjáns Loftssonar og fel síðan Hjálpræðishernum að standa um þig dyggan võrð hér eftir, því síst megum við fylgjendur skops og skerpu á þingi við neinum atgervismissi á þessum viðsjárverðu tímum!“ Sigmundur segist ánægður með stuðninginn. „Það var gaman að sjá þennan mikla stuðning, meðal annars frá Jakobi. Ég er alveg til í að vera friðaður.“ Bergþór þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann heyrði af sjósundspælingum Sigmundar.Vísir/Vilhelm Mataræðið verði að fylgja Sigmundur segist þó hvergi banginn þrátt fyrir grínið. Hann ætli út að labba, borða meira kjöt og sleppa kolvetnum. Aðalatriðið segir Sigmundur þó að sé mataræðið. „Það er mikilvægt að hreyfa sig, það þarf að gera en maður léttist ekki öðruvísi en að taka á mataræðinu. Ég er mikill kolvetnafíkill sem er ekki til þess fallið að hjálpa,“ útskýrir Sigmundur. Hann segir aðalatriðið að borða sem minnst. Kjöt og grænmeti. Þetta sé spurning um aga og segir Sigmundur að það hafi aldrei virkað vel fyrir hann að vera með undanþágur. „Þá hefst þetta allt og getur gerst á tiltölulega skömmum tíma. Nú gilda bara ákveðnar reglur og sleppa nammidögum. Þá er fljótt hvetjandi að sjá kílóin fara. Það heldur manni gangandi. Ef maður breytir mataræðinu þá getur þetta gerst býsna hratt.“ Hræddur við nálar Sigmundur segist ekki hafa íhugað alvarlega að prófa megrunarlyf, líkt og Ozempic. „Mér skilst að maður þurfi að sprauta sig með því. Ég er hræddur við nálar.“ Hann segist þó auðvitað hafa velt því fyrir sér. Það sé líklega ekki eitthvað sem henti honum. „En þetta er örugglega mjög gott fyrir þá sem hafa verið lengi í vanda. Það er ekki mjög gaman að vera feitur, það er örugglega hollara að taka lyf.“ Sigmundur segir að þingveturinn leggist mjög vel í sig. Það verði áhugavert að sjá hvernig þingstörf fara fram. „Ríkisstjórnin fellur ekki strax, fellur ekki fyrr en landsþing VG fer fram. VG pínir Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðisflokkurinn lætur það yfir sig ganga. Svo mun einhver flokkanna velja rétta tilefnið til að slíta þessu.“
Grín og gaman Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“