„Förum á æfingasvæðið og reynum að verja markið okkur betur“ Hinrik Wöhler skrifar 10. ágúst 2024 19:30 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, beið lægri hlut á Kópavogsvelli í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, snýr aftur norður tómhentur en lið hans tapaði 4-2 á móti Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag. „Bara margt jákvætt og fínt en annað ekki gott eins og gengur. Langir kaflar í leiknum voru bara jafnir þar sem að liðin spila ekki eins,“ sagði Jóhann um leikinn skömmu eftir að honum lauk. Samkvæmt Jóhanni var leikurinn jafn framan af en á endanum gáfu heimakonur í og gengu frá leiknum. „Við reynum að stjórna leiknum aðeins öðruvísi en þær og það gekk bara fínt hjá báðum liðum á löngum köflum í leiknum. Þess vegna var þetta jafnt en svo taka þær þetta yfir. Þær eru með breidd og góðan hóp og eru eðli málsins samkvæmt í toppbaráttu,“ sagði Jóhann. Þrátt fyrir að fá á sig fjögur mörk fannst honum frammistaðan í öftustu línu ekki alsæm. „Mér fannst varnarmennirnir okkar bara standa sig vel sem spiluðu leikinn í dag.“ Þór/KA situr í þriðja sæti Bestu deildar kvenna en með sigri Víkinga í dag þá munar aðeins tveimur stigum á milli liðanna. „Við höldum áfram að skora eins og við höfum að gera. Fimm mörk í tveimur útileikjum en fáum bara eitt stig en ég held að við förum á æfingasvæðið og reynum að verja markið okkur betur. Þá er ég bjartsýnn á að þessi leiftrandi barátta um hið eftirsótta þriðja sæti verður bara skemmtileg,“ sagði Jóhann um framhaldið. Ætlar að leyfa öðrum liðum að sópa af hillunum Opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Jóhann er snöggur til svara þegar hann er inntur eftir því. „Við erum í engum verslunarhugleiðingum. Ungu stelpurnar spila bara og við leyfum öðrum að sópa af hillunum.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Bara margt jákvætt og fínt en annað ekki gott eins og gengur. Langir kaflar í leiknum voru bara jafnir þar sem að liðin spila ekki eins,“ sagði Jóhann um leikinn skömmu eftir að honum lauk. Samkvæmt Jóhanni var leikurinn jafn framan af en á endanum gáfu heimakonur í og gengu frá leiknum. „Við reynum að stjórna leiknum aðeins öðruvísi en þær og það gekk bara fínt hjá báðum liðum á löngum köflum í leiknum. Þess vegna var þetta jafnt en svo taka þær þetta yfir. Þær eru með breidd og góðan hóp og eru eðli málsins samkvæmt í toppbaráttu,“ sagði Jóhann. Þrátt fyrir að fá á sig fjögur mörk fannst honum frammistaðan í öftustu línu ekki alsæm. „Mér fannst varnarmennirnir okkar bara standa sig vel sem spiluðu leikinn í dag.“ Þór/KA situr í þriðja sæti Bestu deildar kvenna en með sigri Víkinga í dag þá munar aðeins tveimur stigum á milli liðanna. „Við höldum áfram að skora eins og við höfum að gera. Fimm mörk í tveimur útileikjum en fáum bara eitt stig en ég held að við förum á æfingasvæðið og reynum að verja markið okkur betur. Þá er ég bjartsýnn á að þessi leiftrandi barátta um hið eftirsótta þriðja sæti verður bara skemmtileg,“ sagði Jóhann um framhaldið. Ætlar að leyfa öðrum liðum að sópa af hillunum Opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Jóhann er snöggur til svara þegar hann er inntur eftir því. „Við erum í engum verslunarhugleiðingum. Ungu stelpurnar spila bara og við leyfum öðrum að sópa af hillunum.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira