Þekkir sjúkdóminn sem dró barnabarnið til dauða af eigin raun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2024 09:51 Sigurður segir orðið erfitt að hlaupa hálfmaraþon en það gerir hann í minningu sonardóttur sinnar. Sigurður Gunnsteinsson tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár þar sem hann hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum fyrir SÁÁ í minningu sonardóttur sinnar, sem lést aðeins 26 ára gömul úr fíknisjúkdómi. Sigurður mun hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni, hefur sjálfur farið í meðferð og þekkir baráttuna við sjúkdóminn af eigin raun. „Í minningu sonardóttur minnar sem lést af þessum fíknisjúkdómi fyrir fjórum árum, 26 ára gömul. Gullfalleg, vel gefin, klár stelpa sem féll fyrir þessu. Ég er að hlaupa í minningu hennar,“ segir Sigurður sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða hlaup sitt ásamt Stefáni Pálssyni markaðsstjóra SÁÁ. Sjálfur hefur hann starfað lengi fyrir SÁÁ. „Ég er búinn að vinna við þetta í yfir fjörutíu ár, meðferð við þessum fíknisjúkdómi og annað. Maður er búinn að sjá ýmislegt og maður áttar sig alveg á því að þessi sjúkdómur er hættulegur. Hann er banvænn, oft illviðráðanlegur og óútreiknanlegur. Það er svo margt sem spilar inn í sem verður þess valdandi að fólk lætur lífið í þessum sjúkdómi eins og öðrum erfiðum krónískum sjúkdómum.“ Þekkir baráttuna af eigin raun Sigurður hyggst hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni og tölunni 46. Hann segir léttur í bragði að Stefán hafi troðið þeirri tölu á bolinn, talan merki hans eigin baráttu. „Ég fór í meðferð, þannig ég hef eignast 46 ár án þess að nota áfengi og önnur vímuefni og er þakklátur fyrir það. Hóf svo störf hjá SÁÁ mjög fljótlega þegar það rann af mér, fór að vinna og vann hjá þeim í yfir fjörutíu ár.“ Sigurður segist hafa hlaupið í yfir þrjátíu ár. Hann á að baki 53 maraþon, fjögur 100 kílómetra hlaup og þar af eitt heimsmeistarakeppnishlaup í Frakklandi. Þá hafi hann og félagar hans búið til hlaup, Þingstaðahlaupið og Þingvallavatnshlaupið svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fyrir því að hlaupa hálft maraþon í dag, því maður er ekki að hlaupa eins mikið og maður gerði. Maður var svo rogginn á tímabili að maður reimaði ekki skóna sína fyrir minna en tuttugu kílómetra,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann hvetur fólk til að láta á hlaupin reyna. Reima á sig skóna og vera vel vökvaðir. Gefast ekki upp og setja sér markmið, hlaupa til dæmis tíu ljósastaura. „Í hlaupum þarf að bíða eftir verðlaununum, þau koma ekki alltaf strax. Fyrst þarftu að hafa fyrir þessu, verður móður, færð blóðbragð í munninn. Þetta gengur yfir, líkaminn þarf tíma til að sjá að þú ætlir að gera einhverja alvöru úr þessu.“ Reykjavíkurmaraþon Fíkniefnabrot Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
„Í minningu sonardóttur minnar sem lést af þessum fíknisjúkdómi fyrir fjórum árum, 26 ára gömul. Gullfalleg, vel gefin, klár stelpa sem féll fyrir þessu. Ég er að hlaupa í minningu hennar,“ segir Sigurður sem mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða hlaup sitt ásamt Stefáni Pálssyni markaðsstjóra SÁÁ. Sjálfur hefur hann starfað lengi fyrir SÁÁ. „Ég er búinn að vinna við þetta í yfir fjörutíu ár, meðferð við þessum fíknisjúkdómi og annað. Maður er búinn að sjá ýmislegt og maður áttar sig alveg á því að þessi sjúkdómur er hættulegur. Hann er banvænn, oft illviðráðanlegur og óútreiknanlegur. Það er svo margt sem spilar inn í sem verður þess valdandi að fólk lætur lífið í þessum sjúkdómi eins og öðrum erfiðum krónískum sjúkdómum.“ Þekkir baráttuna af eigin raun Sigurður hyggst hlaupa í bol með mynd af sonardóttur sinni og tölunni 46. Hann segir léttur í bragði að Stefán hafi troðið þeirri tölu á bolinn, talan merki hans eigin baráttu. „Ég fór í meðferð, þannig ég hef eignast 46 ár án þess að nota áfengi og önnur vímuefni og er þakklátur fyrir það. Hóf svo störf hjá SÁÁ mjög fljótlega þegar það rann af mér, fór að vinna og vann hjá þeim í yfir fjörutíu ár.“ Sigurður segist hafa hlaupið í yfir þrjátíu ár. Hann á að baki 53 maraþon, fjögur 100 kílómetra hlaup og þar af eitt heimsmeistarakeppnishlaup í Frakklandi. Þá hafi hann og félagar hans búið til hlaup, Þingstaðahlaupið og Þingvallavatnshlaupið svo eitthvað sé nefnt. „Ég hef fyrir því að hlaupa hálft maraþon í dag, því maður er ekki að hlaupa eins mikið og maður gerði. Maður var svo rogginn á tímabili að maður reimaði ekki skóna sína fyrir minna en tuttugu kílómetra,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann hvetur fólk til að láta á hlaupin reyna. Reima á sig skóna og vera vel vökvaðir. Gefast ekki upp og setja sér markmið, hlaupa til dæmis tíu ljósastaura. „Í hlaupum þarf að bíða eftir verðlaununum, þau koma ekki alltaf strax. Fyrst þarftu að hafa fyrir þessu, verður móður, færð blóðbragð í munninn. Þetta gengur yfir, líkaminn þarf tíma til að sjá að þú ætlir að gera einhverja alvöru úr þessu.“
Reykjavíkurmaraþon Fíkniefnabrot Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira