Innlent

Ólafur Vignir píanó­leikari látinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ólafur Vignir Albertsson.
Ólafur Vignir Albertsson.

Ólaf­ur Vign­ir Al­berts­son pí­anó­leik­ari er látinn. Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu:

„Ólaf­ur Vign­ir fædd­ist í Reykja­vík 19. maí 1936, son­ur hjón­anna Al­berts Ólafs­son­ar, múr­ara­meist­ara, og Guðrún­ar Magnús­dótt­ur, hús­móður. Yngri syst­ur Ólafs Vign­is eru Sesselja Mar­grét Al­berts­dótt­ir, Guðný Böðvars­dótt­ir og Al­berta Guðrún Böðvars­dótt­ir er lést 5. maí síðastliðinn.

Tón­list­ar­hæfi­leik­ar Ólafs Vign­is komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barna­skóla var hann far­inn að spila lög eft­ir eyr­anu á pí­anó sem hann hafði heyrt í út­varp­inu.

Eft­ir nám í Versl­un­ar­skóla Íslands, lauk Ólaf­ur Vign­ir ein­leik­ara­prófi frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík árið 1961. Hann fór síðan í fram­halds­nám í pí­anó­leik við Royal Aca­demy of Music í London á ár­un­um 1963 og 1964.

Ólaf­ur Vign­ir var skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Eyr­ar­bakka frá 1961 til 1963 og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar frá 1965 til 1993. Ólaf­ur Vign­ir var kenn­ari og meðleik­ari við Söng­skól­ann í Reykja­vík frá 1993 til 2006.

Á tón­list­ar­ferli sín­um lék Ólaf­ur Vign­ir á mikl­um fjölda tón­leika inn­an­lands, í Evr­ópu og í Norður-Am­er­íku. Hljóm­plöt­urn­ar og geisladisk­arn­ir sem hann lék inn á, með öll­um fremstu söngvur­um lands­ins, eru 50 til 60 tals­ins. Auk þess ligg­ur eft­ir hann ótölu­leg­ur fjöldi hljóðrit­ana, bæði í Rík­is­út­varpi og Sjón­varpi, þar sem hann leik­ur með fjölda söngv­ara.

Síðustu 20 árin rit­skýrði hann, í sam­starfi við Jón Krist­inn Cortez, vandaðri út­gáfu af ís­lensk­um söng­lög­um og heild­ar­út­gáf­um verka margra ís­lenskra tón­skálda sem gef­in hafa verið út af tón­verka­miðstöðinni Ísa­lög­um.

Ólaf­ur Vign­ir kvænt­ist Þuríði Ein­ars­dótt­ur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Al­bert, kvænt­ur Svein­björgu Rósu Sum­arliðadótt­ur, Inga Rún, gift Stein­ari B. Val Sig­valda­syni, og Anna Dís. Barna­börn­in eru fimm, þar af fjög­ur á lífi, og barna­barna­börn­in tvö.

Útför Ólafs Vign­is Al­berts­son­ar fer fram frá Hall­gríms­kirkju þann 12. ág­úst næst­kom­andi klukk­an 13.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×