Innlent

Jökul­hlaup, deilur um grunnskólamál og sund­kappi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. vísir

Hringvegurinn milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs er enn lokaður. Vonast er til að hægt verði að hleypa umferð um hann með takmörkunum undir kvöld. Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi á svæðinu um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli.

Hlaupið hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu í kringum vegkaflann sem er lokaður. Víða er uppselt í gistingu á svæðinu og hafa ferðamenn misst af flugi. Hótelstjóri í Vík í Mýrdal segir flesta taka ástandinu með stóískri ró.

Ísraelski flugherinn segist hafa hæft skotmörk tengd Hezbollah samtökunum í Líbanon eftir að tólf börn og ungmenni létust í eldflaugaárás meðan þau spiluðu fótbolta á hernumdu svæði Ísrael í Gónalhæðum.

Þá fjöllum við um deilur um grunnskólakerfið og heyrum í sundkappa sem ætlaði að synda frá Akranesi til Reykjavíkur en þurfti að hætta á miðri leið.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 30. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×